matur á L82

Kjúklingabringur eldaðar uppúr bjór ásamt klettasalati með ferskum parmesan, kartöflubátum og bernaise var aðalréttur kvöldsins á L82.

Kjúklingur grillaður eða steikur uppúr bjór tryggir alveg ótrúlega meirt og gott kjöt. Maður getur í raun ekki hætt að borða slíkan mat. Til að kóróna matinn var svo cheddar ostur settur ofaná kjúklinginn og látin bráðna létt í ofninum.

Í eftirrétt var Royal búðingur Deluxe. Deluxe nafnið bætist á halann þegar að karamellubúðing og súkkulaði er blandað saman ásamt þeyttum rjóma.

Einu sinni borðaði Dóri Royal búðing og þambaði hann þar sem hann nennti ekki að bíða eftir að hann myndi stífna upp í ísskápnum. 20 mínutum seinna var hann að drepast í maganum. Hvað ætli hafi verið að stífna í þarmaveggjunum á drengnum? Jú auðvitað búðingurinn góði.

Dóri og ég sjálfur áttum heiðurinn af þessum mat og Arnar gerði honum góð skil. Mjög góð skil.

4 athugasemdir á “matur á L82

  1. Brynja, hefuruð smakkað kjúkling eldaðann uppúr bjór? T.d. mjög gott að grilla heilan kjúkling þar sem bjórdós hefur verið sett inní hann. Bjórinn gufar svo upp inni í kjúklingnum og hann verður alveg einstaklega meyr og góður.

    Þetta eru fordómar byggðir á fáfræði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s