Mario Kart

Um daginn var hér básúnað um Mario Kart 64, tölvuleik sem er ekki fyrir hvern sem er. Það hafa hreinlega ekki allir taugar í slíkan leik. Við skulum tala um hann aftur.

Jói Jökull hefur verið eins og lítill krakki á aðfangadag svo óþolinmóður hefur hann verið um að taka annað mót. Hann var búin að lesa sér til um leikinn og tilbúin í að mæta okkur drengjunum á L82 aftur í þessum líka frábæra leik. Nú skyldi allt reynt.

Fyrsta keppnin fór eins og síðast, ég vann og Jóa gekk ágætlega. Svo fór aðeins að halla á mig, gæti haft eitthvað að segja að ég var að drekka bjór sem gæti slævt aksturhæfileika mína enda stökkbrettin sum örþunn og bananar víða á dreif sem láta mann renna útí kant og missa hraða. Þetta nýtti Jói óspart.

Hann vann tvær keppnir af þremur og fremur örugglega. Hlynur veitti ekki þá mótspyrnu sem hann átti að gera verandi ábúandi á L82. Maður ætlast til þess að hann nái að minnsta kosti 9 stigum af Jóa en hann náði því ekki. Excel skjalið talar sínu máli.

Jói stakk svo af áður en lyfjanefnd ÍSÍ tók lyfjapróf af keppendum. Það mál fer sína leið fyrir dómstólum, það lítur ekki vel út fyrir Jóa en við leyfum honum að njóta vafans þangað til annað kemur í ljós.

Æskilegt að menn smelli á myndina til að sjá hana stærri.

mariokart2.jpg

3 athugasemdir á “Mario Kart

  1. Þess má geta að Gjó ræður ekki við tilfinningarnar sínar í þessum leik. Hann fagnar eins barn þegar hann sigrar og verður mjög önugur þegar hann tapar.

    Auk þess eyðir hann töluverðum tíma í að lesa sig til um „trikkin“ í leiknum á internetinu. Og þeirri þekkingu er hann ekki til í að deila.

  2. Þetta kallast dylgjur, dylgjur af verstu gerð.

    Jói er ekkert skárri að taka sigrum og ósigrum en ég sjálfur, í raun er Arnar sá skapheitasti og Hlynur sýnir aldrei nein svipbrigði sem í raun er hættulegast því að einn daginn á hann eftir að springa.

    þetta eru heldur engin trikk heldur bara hlutir sem eru í leiknum og allir geta notað og nýtt.

  3. Mariokart!!! Oh, leikurinn okkar systkinanna týndist einhvern tímann fljótlega eftir að við eignuðumst hann, og mig hefur dreymt um að spila þetta síðan! Gaman hjá ykkur mahr…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s