harmsaga

Það eru sum augnablik sem skilja að drengi og menn. Þessi augnablik eru oftast þannig úr garði gerð að þau breyta lífi manna og fólk verður ekki samt á eftir. Eitt slíkt augnablik gerðist í gær.

Mér var boðið í mat á Jóh setrið í gær ásamt Kidda,Erlu,Heklu,Vöku í þennan fína saltfiskrétt (islandia bacalao fyrir spænskumælandi lesendur síðunnar).  Ég vil vekja athygli á því að það sem ritað er hér á eftir gæti sært blygðunarkennd einhverra lesenda. Haldið áfram á eigin ábyrgð.

Eftir matinn þar sem stór hluti Jóh fjölskyldunnar sat í stofunni að ræða lífsins gagn og nauðsynjar heyrist allt í einu harmavein. Frú Guðrún rekur upp skaðræðisöskur, svo hátt í tónstiganum var veinið að Fallandi Lauf stellið titraði í skápnum og sykukarið splundraðist í öreindir sínar. Þegar húsfrúsin sjálf rekur upp slíkt vein bólgna sjálfkrafa út allir vöðvar og æðarnar víkka. Það má ekkert gerast fyrir húsfrúnna og allir færir menn stökkva því upp til handa og fóta til að sjá hvað amar að, hrekja burtu ógnina og kenna þeim lexíu sem fá frúnna til að reka upp slíkt kvein.

Eftir nokkra stund fannst ódámurinn hvergi, engin var músin og engin var ribbaldinn sem átti að hafa hrætt móður mína svona mikið. Eftir smá veru á þeim stað þar sem atburðurinn ógurlegi átti að hafa gerst runnu á mig tvær grímur. Ódauninn sem gaus þarna upp var þvílíkur að í gegnum mig rann sá mesti sársauki sem ég hef á ævi minni fundið, þegar ég var næstum því búin að falla í yfirlið náði ég að setja höndina fyrir vit mín og stækjan komst ekki inn fyrir nasaholurnar lengur.

Það sem gerst hafði var að Vaka Líf, 22 mánaða hafði ákveðið að kljúfa atóm í bleyjunni hjá sér. Jukkurnar og hin pottablómin voru farin að missa lit, vatnið úr Gvendarbrunni orðið ódrykkjarhæft og svart regn byrjað að koma ofan frá.

Akkúrat þarna var stundin sem aðskilur drengi frá mönnum. Pabbi var fallin í yfirlið og Kiddi lá í fósturstellingunni og emjaði af sársauka þar sem invortis bólgur voru farnar að gera vart við sig sökum geislavirkni. Ég tók því djúpt andann á ferðinni, kippti Vöku niður og hófst handa við að taka geislavirka úrganginn og urða skv kúnstarinnar reglumá meðan ég hélt inni í mér andanum.

Fjórum mínutum síðar sem mér fannst vera heil eilífð var komin ný bleyja og Geislarannsóknir Ríkisins búin að koma og fjarlæga úrganginn sem að þeirra sögn jafnaðist á við sjö ára framleiðslu í Sellafield.

Til að gera langa sögu stutta. Ég skipti um kúkableyju í gær hjá guðdóttur minni við mikin fögnuð viðstaddra.

5 athugasemdir á “harmsaga

  1. Því í ósköpunum gerist þú ekki skáldsagnahöfundur ég bara spyr. Þú varst nú ekki mjög hetjulegur við að skipta á þessari bleyju. Þetta sem þér fannst svo mikið í bleyjunni var aðeins eitt pínu-oggulítið sparð meira að segja lyktarlaust. Svo hetjuskapurinn er nákvæmlega enginn.

  2. gummi… god saga a aldrei ad gjalda sannleikans… vel gert 🙂

    mamma joh… vid vitum oll hvernig gummi er… leyfum honum ad ykja adeins 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s