sjálfshjálparnámskeið

Ég er hrókur alls fagnaðar. Ætla að skella því fram.

Í vinnunni er ég vissulega kóngur í ríki mínu enda millistjórnandi ársins skv. Viðskiptablaðinu. Deildarfundir eru minn tími þar sem ég fæ að tala við mitt fólk með kraft Powerpoint laser sýningar fyrir aftan mig á risa tjaldi. Þá er hvert orð tekið orðrétt og svamparnir sem vinna undir mér sjúgja þetta í sig og nýta í dagleg störf. Fróðleikurinn er vissulega endalaus.

Eftir daginn í dag finnst þeim ég kannski vera búin að missa það endanlega. Maður verður að hressa við annars ágæta Powerpoint sýningar sem oftast snúast um tölfræði, flæði í brunna og fleiri skemmtilega hluti sem stjórnendur þurfa að spá í og leggja áherslur á. Í dag kom ég nefnilega með nokkra gullmola um breytingarskeið kvenna. Það er margt sem ber að hafa í huga þegar þetta skeið í lífi hverrar konu gengur yfir. Með réttu matarræði og góðu hugarfari er þó hægt að gera þetta þolanlegra fyrir sjálfa sig og þá í kringum mann.

Þökk sé bókinni Breytingarskeiðið sem ég fékk að gjöf hefur hugur minn opnast í að ég er kannski ekki á réttum vettvangi. Ég ætti kannski að vera í sjálfshjálparbransanum og vera hinn nýji Brian Tracy eða álíka kallar sem eru alltaf með sömu tugguna, segja rökrétta hluti sem allir ættu hvort sem er að hafa í huga en allir lepja upp eins og maðurinn sé frelsarinn fæddur.

Ef einhverjir lesendur eiga mæður á þessu skeiði eða eru jafnvel að ganga í gegnum þetta sjálfir má setja sig í samband við mig. Ég get komið í saumaklúbba og haldið litla tölu fyrir lítin sem engan pening, eða bara að fá smakk af heita réttinum og kaloríubombunni sem í boði er.

Breytingaskeiðið

Ein athugasemd á “sjálfshjálparnámskeið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s