stór stund

Í dag var flaggað, gestum og gangandi gefnir bolir, húfur og límmiðar með merki L82 og börnin fengu ís frá Kjörís.

Ástæðan er sú að Arnar er loks að ljúka þriggja vikna verki sínu að setja saman fasteignina sem nýji fataskápurinn hans er. Skápurinn er þrír metrar að lengd og geymir fleiri föt en ég, Arnar og Hlynur eigum til samans og munum nokkurn tímann eiga. Svona skáp leitaði Imelda Marcos að alla sína ævi til að geyma skónna sína í en fann aldrei.

Það besta er að Arnar er húsgagnasmiður og sat tímunum saman og klóraði sér í hausnum yfir Ikea leiðbeiningunum haldandi á Ikea sexkantinum fræga.

Þegar smíðinni er lokið formlega og skápurinn verður vígður mun ég opna kampavínið sem ég á inni í ísskáp og gleymdi að nota á gamlárskvöld. Það er alvöru tilefni.

4 athugasemdir á “stór stund

  1. þetta er hugsað sem hirzla fyrir hið gífurlega pron safn sem maður er búinn að sanka að sér, og fyrir áhugasama verður það flokkað eftir dewey kerfinu sem allir kunna á þannig að allir eiga að geta fundið sitt pron fljótt og örugglega

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s