uppvask

Mikið afskaplega er leiðinlegt að vaska upp. Ég sé fernt í stöðunni.

Kaupa stærri vask svo að hann taki meira af óhreinu leirtaui . Það myndi gefa ábúendum að L82 meiri tíma til að mana sig upp í uppvaskið. Núna er það þannig að eftir skammann tíma er maður farin að drekka mjólk úr kokteilglösum. Það er smekklaust en hefur samt afskaplega mikinn sjarma yfir sér einhvern veginn, eins og maður sé eitthvað merkilegri en aðrir.

Einn kostur í stöðunni er að vaska oftar upp. Það í raun fellur um sjálft sig.  Því nenni ég ekki.

Hægt er að kaupa uppþvottavél. Annað hvort stóra en þá þarf að fórna skápa plássi eða þá að kaupa litla borð uppþvottavél sem tekur glös og diska og svona smálegt. Það er ágætis lausn.

Gestur, Jói og Dóri sem koma oft í heimsókn og nota leirtau gætu átt sín eigin glös eða þá drukkið úr pappamálum. Þeir bera þá sjálfir ábyrgð á eigin leirtaui eða henda þá pappamálunum beint í ruslið.  Þá skapast strax nýtt vandamál. Hver á að fara með ruslið?

Við að skrifa þetta datt ég niður á fimmtu lausnina. Húshjálp! Það væri sniðugt að láta einhvern eldri borgara flytja lögheimili sitt á L82 svo að við gætum fengið húshjálp. Hún (húshjálpin) myndi þurrka af og vaska upp. Ef hún væri í stuði mætti hún búa um. Hún þarf ekki að gera neitt meira.

Málið er hér með leyst, næsta mál á dagskrá er bara að finna eldri borgara sem er til í þetta plott.

6 athugasemdir á “uppvask

  1. ég held að hún móðir þín verði ekki ánægð með það að þú skulir ekki geta komið bara hreint fram og spurt, og það að kalla hana eldri borgara er bara ljótt Gummi.
    vaskaðu oftar upp!

  2. Eðvarð!

    Móðir mín kann pottþétt ekki að meta að þú kallir hana eldri borgara. Hún á langt í land með að verða slíkur borgari.

  3. það var það sem ég sagði: „og það að kalla hana eldri borgara er bara ljótt Gummi.“
    Við vitum öll að þú saknar hennar, en jafnframt höfum við trú á því að þú venjist þessu og takir þig tak

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s