Mario Kart 64

Aðal skemmtunin á L82 þessar vikurnar hefur verið tölvuleikur. Fyrst var aðal skemmtunin að grínast í Hlyn sem fagnaði óspart þegar að nýr NBA tölvuleikur kom í hús. NBA2k7 er skemmtilegur leikur sem Arnar hefur lítið náð að mastera enda upptekinn við að „jakka“.

Nú er NBA leikurinn dottin út og Mario Kart 64 komin í staðinn. 11 ára tölvuleikur er aðalamálið þessa dagana eins og ekkert sé sjálfsagðara. Fyrir fyrsta sætið fær maður 9 stig, annað sætið 6 stig, þriðja sætið 3 stig og 1 stig fyrir fjórða sætið. Keppt er á 150cc körtum og fjórar brautir teknar allt eftir kúnstarinnar reglum.

Jói Jökull hefur einu sinni misst stjórn á skapi sínu, verið hársbreidd frá því að kýla mig og hent fjarstýringunni einu sinni í gólfið. Þetta er leikur sem tekur á taugarnar. Gamlir leikir eru eiginlega alltaf skemmtilegastir, þar er minnstu púðri eytt í grafík og effekta og meira hugsað útí spilunina og hvernig sé best reynt á þann sem að spilar leikinn.

Búið er að sníða forláta excel skjal sem heldur utan um stig og innbyrðisviðureignir. Það verður uppfært í vikunni og settir verða inn brautartímar og hægt sé að halda utan um persónuleg met og menn geta kallað einhverjar brautir sínar. Excel skjalið notar allar helstu breytur, flókin macró og skipanir eins og vlookup. Hér er öllu tjaldað til.
Við sjáum mynd en hún sýnir stöðuna eftir fyrsta kvöldið :

Það verður að teljast merkilegt að Arnar sé neðstur enda náttúrubarn í flestum tölvuleikjum. Jói er án efa nýliði ársins og Hlynur er auðvitað ofarlega enda menntaður tölvunarfræðingur, hann skilur hvernig leikurinn hugsar og fúnkerar. Það er bara eðlilegt að ég sé efstur, ég er Jóh.

Ein athugasemd á “Mario Kart 64

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s