tóndæmi dagsins

Tóndæmi dagsins er blússandi gott lag, finnst mér. Albert Hammond Jr er gítarleikari New York sveitarinnar The Strokes. Hann gaf nýverið út sólóplötuna Yours to keep sem er fínasta plata. Strokes hljóðið er til staðar sem maður auðvitað fær aldrei nóg af og lögin eru grípandi.

Fyrsta smáskífan af plötunni er þó væntanlega það lag sem að flestir þekkja og grípur flesta við fyrstu hlustun. Þar er blússandi Strokes legur gítar og allir þekkja miðbæinn, 101 Reykjavík.

Lagið heitir Back to the 101 og er þemalagið í Hertoganum þegar ég keyri heim á Laugaveginn.

Albert Hammond Jr – Back to the 101

Ein athugasemd á “tóndæmi dagsins

  1. Hann er einmitt sonur hins goðsagnakennda Albert Hammond sem samdi lög á borð við It never rains in Southern California og The air that I breathe og var býsna vinsæll á áttunda áratug síðustu aldar.
    Þessi fróðleiksmoli var ókeypis.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s