húsmóðirin ég

Mér finnst stundum eins og ég sé andamamma með tvo unga í eftirdragi í nágrenni tjarnarinnar. Ungarnir tveir heita Arnar og Hlynur.

Í gær þreif ég baðið, vaskaði upp, eldaði ítalskar kjötbollur sem voru RUGL og skellti í eina vél.

Tölum meira um þessar kjötbollur. Ég var í búð í gær að reyna að fá hugmyndir að mat. Ég ákvað að gera þessar kjötbollur bara útí bláinn án uppskriftar og þær voru hrikalegar góðar. Arnar hélt eflaust að ég væri þroskaheftur þegar ég settist niður inni í stofu með skál fulla af nautahakki, eggi, hvítlauk (skiptir miklu máli), basil og pipar, brauðmolum ásamt leynikryddinu og byrjaði að mauka þessu saman með berum höndum.

Steikt á pönnu og látið malla með tómötum, meira kryddi og parmsean skellt yfir. Betra en kjötbollurétturinn á Ítalíu og vel það.

2 athugasemdir á “húsmóðirin ég

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s