jólin eru búin

Jólin eru ekki bara glens og gleði. Í gær þegar ég horfði á Guðdætur mínar tvær Heklu Dís og Vöku opna pakkana í allri sæluvímunni og látunum sem því fylgir fyrir þriggja ára og eins og hálfs ára börn var ekki bros á mér alveg allan tímann.

Þegar pakkaopnun var svona að mestu lokið breyttist gleðin í þvílíka sorg og ekkert huggaði mig fyrr en ég sofnaði með þumalputtann í munninum eftir ca. tvo lítra af heitu súkkulaði. Það róaði mig ekkert svo sárt var þetta.

Mamma mín og pabbi sem alltaf hafa gert sitt besta til að gleðja strákana sína stungu mig í bakið og stöppuðu svo á mér liggjandi í jörðinni.

Ég átti ekki von á þessu og var ekki undir þetta búin. Í raun var ég búin að gleyma þessum vonbrigðum æskunnar og ekki tilbúin að sætta mig við að þetta hefði verið eitthvað sem að gerðist.

Foreldrar mínir, þessir nútíma Júdasara gáfu barnabarni sínu Stiga sleða, munaðarvöru sem við strákarnir fengum aldrei. Vilja þau ekki bara gefa barnabörnum sínum Xbox360 og Nintendo Wii í leiðinni fyrst að þau eru byrjuð að sýna sig og sanna í ömmu og afa hlutverkinu.

Þessi jól eru búin! og þau verða ekki haldin aftur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s