Einkunnir komnar í hús

Það var mikið húllumhæ í Breiðholti í gærkvöldi en þá var jólasmökkun í fullum gangi. Prufaðara voru allar helstu sortirnar sem mamma joh skellti í form þetta árið, þær skoðaðar og á þeim bragðað og svo gefin einkunn. Tekið var tillit til áferðar, útlits og bragðs. Bragðlaukarnir og tungubroddurinn voru núllstilltir með mjólk eða hvítöli til að hver kaka myndi fá sanngjarna meðferð við byrjun smökkunar.

Dómnefndin hefur lokið störfum og niðurstaðan er sem hér segir.

1) Sýrópssnittur

– Mikill hnetukeimur

– Gróf áferð

– Ekki allra.

Þessi kaka féll ekki vel að bragðlaukum dómnefndar. Einn meðlimur sagði að kakan væri kannski betri ef það hefði ekki verið byrjað á henni.

2) Lakkrísbitakökur

– Klassísk kaka

– Sannkölluð veisla í munni

– Lakkrísinn ekki brenndur sem engum finnst gott. Of margar húsmæður sem ná að brenna lakkrísinn sem gerir kökuna vonda.

– Hentar einstaklega vel með mjólk.

Lakkrísbitakakan er fyrir löngu búin að stimpla sig inn í hug og hjörtu landsmanna og það sést vel á orðum dómnefndar. Það sem öllu skiptir við bakstur kökunnar er að lakkrísinn sé ekki brenndur.

3) Súkkulaðiþrenns (Þrjár tegundir af súkkulaði í kökunni. Hvítt, dökkt og rjómasúkkulaði)

– Einstaklega mjúkar, átti von á stökkum kökum en þessar eru dúnmjúkar

– Mikið mikið súkkulaðibragð

– Börnin munu vera eins og Energizerkanínan eftir þessa

Þessi kaka vakti mikla lukku. Einn meðlimur dómnefndar fékk sér þrjár svo hrifinn var hann. Einn meðlimur vildi bóka að kakan myndi henta einstaklega vel til að koma stelpum til, súkkulaðið hefði þau áhrif.

4) Salthnetutoppar

– Mjög gróf áferð

– Auðvelt að borða margar fljótt án þess að ætla sér það

– Gæti verið gaman á næsta ári að prufa að setja súkkulaði líka í þær

Eins og með súkkulaðiþrennuna fékk einn meðlimur dómnefndar sér annan umgang af kökunni, reyndar var það sami dómari og fékk sér af súkkulaðiþrennunni.

5) Spesíur

– Eggjalausar sem hentar vel fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir eggjum

– Vanillukeimur ( Mamma Jóh tekur fram að engin vanilla er í kökunum)

– Yfir allar klassískar kökur hafnar. Engin jól án Spesía

Kaka í svipuðum flokki og lakkrísbitakökur. Ekki hægt að klúðra spesíum, þær eru alltaf góðar.

6) Súkkulaðikökur með Royal búðing

– Hér erum við að tala saman

– Þetta er allur pakkinn

– Hinn fullkomna smákaka

– Hittir beint í mark

Meðlimir dómefndar hoppuðu hæð sína af gleði eftir að hafa smakkað þessa köku. Kemur ný inn á jólakökulistann og er án efa nýliði ársins og bjartasta vonin.

7) Marengs (einhverjir skrifa þetta marens, það er bara vitlaust)

– Klassísk kaka, sannkölluð bomba

– Fara varlega í sakirnar með þessa

– Afskaplega sæt, eins og ég

Það vita allir að marengs kökur eru klassískar. Það sem skiptir mestu máli við bakstur á marengs er að hann sé ekki of lengi inní ofni því annars bráðnar kakan ekki í munni.

8) Mömmutoppar með sykri og möndlum

– Mmmmmmm

– Kókósmjöl, hvað get ég sagt

– Væri gott að prufa að setja súkkulaði í þessa

– Allur þessi kókos gerir hrikalega mikið fyrir kökuna

– Eina sortin sem ég myndi baka

Dómnefnd var sammála um að hér væri frábær kaka á ferðinni en þó er rými til að bæta sig. Dómnefnd kallar á að næst verði sett súkkulaði í kökuna.

9) Sörur

– Gerðar frá grunni, það sést langar leiðir. Ekkert hálfkák hér. (innskot, margar húsmæður spara tíma með því að kaupa tilbúnar kökur sem á bara eftir að setja krem og súkkulaði á, það er ekki gert á Jóh setrinu)

– Æðislegar kökur

Dómnefnd lagðist á meltuna og ræddi kökurnar í bak og fyrir. Einhverjir fengu sér meira smakk til að rifja upp hvernig kökurnar væru og svo var farið í einkunnagjöf.

Dómnefnd var sammála í meginatriðum þó að ein og ein kaka hefði skipt um sæti á milli dómara. Niðurstaða dómnefndar á jólakökubakstri Mömmu Jóh 2006 er þessi:

4 athugasemdir á “Einkunnir komnar í hús

  1. Æðisleg færsla hjá þér,búin að liggja í kasti yfir þessu 🙂 Gleðileg jól sykur ef ég hitti þig ekkert fyrir jól 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s