Jóla-tóndæmi dagsins

Tóndæmi dagsins er jólalag enda tíminn sá akkúrat í gangi. Í gærkvöldi var kveikt á þriðja aðventukertinu á L82 og á meðan það logaði með hinum tveimur sátum við í hring og höfðum hljóð svona til að leyfa augnablikinu að njóta sín.

The Polyphonic Spree er mögnuð skrýtin sveit sem oft hefur verið skrifað um á þessa síðu enda sveitin í miklu uppáhaldi hjá síðuhaldara. Sveitin hefur mest talið 27 manns en 17-21 manns eru svona eðlilegur fjöldi. St. Vincent sem hitaði upp fyrir Sufjan Stevens í Fríkirkjunni er ein af þessum 21 sem eru í kjarnahópnum. Það er fróðleiksmoli dagsins. Choral Symphonic Rock er skilgreiningin sem Tim DeLaughter, forsprakki setur á sveitina. Svo sem ágætis skilgreining.

Jólalag dagsins er upprunalega með John Lennon, lagið heitir Happy Xmas (War is Over). Lagið er síðan 1971, tekið upp af Phil Spector. Lagið hefur í sér skýr mótmæli gegn stríðinu í Víetnam en sá boðskapur er löngu gleymdur og lagið er fyrir löngu búið að stimpla sig sem venjulegt jólalag. Reyndar eru alltaf stríð í gangi einhversstaðar þannig að þetta á alltaf við.

Útgáfan með Polyphonic Spree er flott, virkilega flott en kannski einum of lík upprunalega laginu.

The Polyphonic Spree – Happy Xmas (War is Over)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s