Give peace a chance

Á laugardagskvöldið var farið í góðum hópi í Háskólabíó að sjá Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt rokkhljómsveit sem skipuð var rjóma íslenska tónlistarmanna (Jón Ólafs, Guðmundur Péturs, Friðrik Sturlu, Jóhann Hjörleifs, Pétur Jesú) flytja lög og texta John Lennons en heiðurstónleikarnir báru nafnið Give peace a chance.

Fyrir tónleikana var ég með hnút í maganum enda einstaklega erfitt að mínu mati að gera Bítlunum góð skil. Lögin eru föst í undirmeðvitundinni og maður hefur fast mótaðar skoðanir á öllu því sem tengist bandinu. Idol keppendur hafa t.d. fallið flatt á því að taka Bítla lag og stíga feilspor og þá finnst öllum viðkomandi bara lélegur, lög með Bítlunum þurfa alltaf að vera 100%. Jón Ólafsson var stjórnandi og þar sem hann er annálaður Bítlamaður átti ég nú samt von á því að þetta yrði rétt og vel gert, sem það svo sem betur fer var.

Án þess að ætla að lista upp hvert einasta lag sem tekið var að þá eru hér nokkrir plúsar og nokkrir mínusar.

Mínus:

Töffarinn Björn Jörundur tók Working Class Hero, lag sem er ekkert fyrir hvern sem er og Björn Jörundur klúðraði því hálf partinn. Viskíröddin hans ásamt leikrænum tilþrifum er ekki eitthvað sem ég vil heyra. Þó að leikrænu tilþrifin séu frá listaskólanum hans Paul McCartney áttu þau ekki heima þarna.

Plús:

Ég er ekki mikill Sigurjón Brink maður og var því hæst ánægður að sjá Pétur Örn Guðmundsson taka hans stað á sviðinu, ekkert illa meint gagnvart Brink er bara aðdáandi Péturs. Enda er Pétur frábær söngvari og stígur aldrei feilspor. Hann er afskaplega mikið á heimavelli þegar kemur að lögum Lennons og McCartney. Öll lögin sem að Pétur söng voru góð en þau voru Don´t let me down, Mind Games sem var æðislegt og svo Woman.

Mínus:

Næstum allir söngvararnir voru að styðjast við blöð. Textablöð til að muna Bítla texta. Hvur fjandinn er það? Að vel sjóaðir listamenn geti ekki lært tvö til þrjú lög og sungið af innlifun er skandall í mínum bókum og dauðasynd. Bítalög læra sjálfkrafa og textinn kemur með móðurmjólkinni. Eivör, Pétur, Haukur Heiðar úr Diktu og Jón Ólafs voru þau einu sem störðu ekki á blöð heldur sungu eins og á að syngja.

Plús:

Eivör Pálsdóttir er æðisleg söngkona. Þegar hún söng In my life, þetta ótrúlega fallega lag og svo Real Love af fyrstu Anthology plötunni fékk ég nettan gleðisting upp eftir öllu mjóbakinu og maður lifandi hvað hún er líka sæt.

Mínus:

Magnús Þór Sigmundsson, þessi goðsögn í lifanda lífi sem hefur samið fáránlega mörg frábær lög var úti á þekkju alla tónleikana. Starði á blöðin og gat ekkert gert án þeirra og var bara ekkert spes, eins ó áhugavert og hugsast gat.

Plús:

Sinfóníuhljómsveit Íslands er einn stór plús. Þegar að Jenni úr Brain Police söng I am the Walrus og sveitin öll fyrir aftan að spila sitt gat maður ekki annað en sagt vá. Sinfónían mætti gera meira af því að spila dægurlög og kvikmyndatónlist, það er það sem að pöpullinn fílar.

Plús:

Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu er einhver besti söngvari Íslands. Dikta var ein besta sveitin á Airwaves að mínu mati og það er næstum eingöngu útaf honum. Drengurinn er frábær. Þegar hann söng Happniess is a warm gun var mér öllum lokið, þetta verður ekki toppað.

 

Semsagt allt í allt frábærir tónleikar.

Ein athugasemd á “Give peace a chance

  1. já þetta er góð rýni, mér fannst reyndar Björn gera w.c.h snilldarlega einmitt vegna raddarinnar sem ég fíla og leikrænu tilþrifanna sem gáfu kaldhæðninni og blúsinum góð skil.
    Ég bjóst ekki við miklu af Magnúsi Þór því ég hafði heyrt hann syngja fyrr um árið og fannst hann hafa misst „það“, en ég var sáttur við habb nú. hann söng vel og var bara nokkuð svalur.
    annars er ég alveg sammála þér, klassa tónleikar.
    takk fyrir mig!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s