lögreglan

Hvað þýðir það þegar að lögreglan beitir viðurkenndum handtökuaðferðum og lögreglutökum? Finnst svolítið skrýtið að þetta sé sérstaklega tekið fram eins og að lögreglan hafi kannski beitt sér of hart og sé að fyrirbyggja eitthvað þess efnis.

Ætli sá sem handtekin var sé allur lemstraður, bólginn og marinn núna og íhugi að kæra lögregluna fyrir harðræði? Ég hef aldrei séð frétt sem notar þetta orðalag.

Þrefalt drop kick í ennið telst kannski til viðurkenndra handtökuaðferða? Hvað veit ég, ég er bara leikmaður.

3 athugasemdir á “lögreglan

  1. Þetta er eins og skíðaganga. Hver þekkir ekki muninn á skíðagöngu með hefðbundinni aðferð og með norrænni aðferð.

  2. Skv. síðustu fréttum leiða viðurkenndar handtökuaðferðir og lögreglutök til þess að menn eru í lífshættu á gjörgæslu í ótilgreindan tíma.

  3. „viðurkenndar handtökuaðferðir og lögreglutök“ munu vera tök til að ná stjórn á viðkomandi þannig að hann skaði hvorki sjálfan sig né lögreglu og annað fólk í nánasta nágrenni við hann. Þetta ætti ég að vita þar sem ég er að kenna þessi tök. Hvað varðar hjartastoppið þá hefur líkami mannsins sennilega ekki höndlað það álag sem er þessi umtöluðu fíknefni plús extra adrenalín flæðið sem hefur skapast við átökin við lögreglu, þegar svo hann róast bara örlítið þá getur það komið fyrir að hjartað truflist og taki sér hreinlega smá „pásu“ sem er í flestum tilfellum lífshættuleg lífsreynsla.

    p.s. Best að nota tækifærið og auglýsa smá 🙂 http://www.sjalfsvorn.is tékkið á þessari síðu og mætið ef áhuginn er tilstaðar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s