hann sufjan

Böb í bankanum heimtar blogg færslu um tónleika Jürgen Stevens í Fríkirkjunni. Raunin er ég andlega og líkamlega búin á því eftir tónleika Hr Stevens og fylgdarliðs. Maður er eftir sig svo ekki meira sé sagt eftir að hafa séð þennan snilling sen Sufjan er. Fer í bókina mína yfir bestu tónleika sem ég hef séð. Í þeirri bók er Paul McCartney, Belle & Sebastian í Vega (tónleikar nr 2) og Magnetic Fields í Vega.

Tónleikanir voru afskaplega einlægir og hentaði Fríkirkjan sérstaklega vel sem tónleikastaður. Þegar Sufjan tók jólalag og henti um uppblásnum jólasveinum útum alla kirkju gat maður ekki annað en skælbrosað, maðurinn er snillingur.

The Man of Metropolis Steals our hearts byrjaði með því að blásara kvintettinn tók Superman lagið og svo var skipt beint yfir í þetta frábæra lag af Illinoise. Saga í kringum The Predatory Wasp of the Palisades is Out to Get Us! var líka frábær og ímyndunarafl Sufjans fékk að njóta sín.

Þetta voru síðustu tónleikar Sufjans á löngum túr og því gleðin við völd og við áhorfendur fengum að njóta þess með aðeins lengri tónleikum en þau eru vön að taka. Ég trúði honum líka innilega þegar að hann sagði hvað honum fyndist frábært að vera þarna og hvað væri gaman að Ísland væri endastöðin.

St. Vincent sem hitaði upp var einnig frábær fyrir utan hvað stelpan er sæt. Hún er líka í Polyphonic Spree sem er enn ein rósin í hnappagat hennar.

Hægt að lesa meira um tónleikana á Rjómanum, þeim frábæra tónlistarvef.

Ein athugasemd á “hann sufjan

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s