tóndæmi dagsins

Tóndæmi dagsins er svo frábært að mánudagurinn í manni hverfur eins og dögg fyrir sólu. Snillingarnir í The Polyphonic Spree sem er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum taka hér lag sem maður hlustaði ansi oft á þegar maður var yngri, samt örugglega ekki eins oft og Íbbi Frotte hefur hlustað á það.

Af öllum þeim lögum sem P.Spree liðar gætu mögulega tekið sem ábreiðu (e. cover) að þá verður lagið sem skartar titlinum tóndæmi dagsins í dag seint talið líklegur kandídati.

Tóndæmi dagsins er nefnilega af plötunni Nevermind með Seattle grunge hundunum í Nirvana. Lagið heitir Lithium. Þunglyndislegt lag sem fjallar um tvískautaröskun (e. bipolar disorder) og er ekkert nema rólegheita þunglyndi af hæsta gæðaflokki, eitthvað sem Kurt Cobain heitin og félagar í Nirvana voru einstaklega góðir að fjalla um.

Lagið kom út í haust á EP plötunni Wait sem Polyphonic Spree gaf út til að svala þorsta aðdáenda sinna eftir nýrri plötu en næsta plata hópsins kemur út á nýju ári. Spennandi tímar, það er á hreinu.

Þessi ábreiða af laginu heldur þessum þunglyndisblæ en samt setja Polyphonic Spree gleðina sína í lagið sem einkennir sveitina. Ég verð alltaf glaður að hlusta á P.Spree þar sem sérstaki hljómur sveitarinnar smitar svo rosalega út frá sér.

The Polyphonic Spree – Lithium (Nirvana cover)

 

4 athugasemdir á “tóndæmi dagsins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s