enn af umræðunni

Það sem mér finnst best í innflytjendaumræðunni og hefur ekki komið fram er það að Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda Flokksins sem er svo langt til hægri í umræðunni að það nær til öfga er giftur maður. Það eitt að hann sé giftur er ekki stórt atriði. En það sem gerir þetta að stóru atriði er að konan hans er pólsk.

Mér finnst magnað að maðurinn sem er í hvað mestum öfgunum og segir að ríkisstjórnin muni ekkert gera því í henni séu innflytjendabörn kastar svona stórum hnullungum úr glerhúsinu sínu. Ef honum hefur verið barna auðið með eiginkonu sinni á hann hálf innflytjendabörn.

Með hvaða hætti hún kom til landsins veit ég ekki. Tók hún vinnu sem íslendingur hefði annars átt að fá? Hefur hún einhvern tímann „lifað á kerfinu“? Spurningar spurningar spurningar.

3 athugasemdir á “enn af umræðunni

  1. Þarna er ég svo sammála þér MiðbæjarMummi, þessa hluti á og ber að ræða, en það ber að ræða þá án allrar heiftar, FrjálslyndiÞjóðernisflokkurinn hefur hingað til fallið á því prófi.

  2. Það má samt ekki gleyma því í umræðunni að Frjálslyndi flokkurinn er ekki að mæla gegn þvi að erlend fólk komi hingað til vinnu. Eins og staðan er í dag er ríkið ekki í stakk búið til þess að taka á móti öllum þessum fjölda útlendinga. T.d. þurfti að kippa börnum úr skóla á vestfjörðum (eða hefði átt að gera) vegna þess að þau voru ekki komin með kennitölur fyrr í sumar.
    það hefur líka orðið raunin að ríkisstjórnin hefur ákveðið að nýta sér þann frest sem þeir áttu kost á vegna inngöngu Rúmena og Búlgara í ESB.
    það þýðir ekki að vera blammera frjálslynda flokkinn fyrir að ljá máls á þessu. Það eru samt bara vitleysingar sem kjósa þá vegna þessa máls en þeir hafa samt komið með mjög ágætan umræðupunkt sem ríkið ætti að taka áfram.
    Svo er nú einn ágætur punktur sem frjálsyndi flokkurinn hefur ekki komið með það er litháenska mafían sem virðist hafa náð fótfestu á íslandi er það vegna frjáls flæðis vinnuafls?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s