Áskorun frá Gumma

Gummi óskar eftir betri mat í mötuneytið. Fiskidagar á föstudögum eru ekki vinsælir.

Maður er alltaf að álykta og svona. Það er inn í dag.

Það á ekki að tryggja með lögum að réttur kynja sé jafn á Alþingi eða á nokkrum öðrum stað. Lýðræðið virkar ekki þannig. Ég kýs bara þann sem ég vil og uni þeirri niðurstöðu sem meirihlutinn kemst að.

Fólk á ekki að komast í starf eða stöðu útaf kyni, háralit, húðlit, trúarlegum hugsjónum eða af því að það þekkir Adda Palla og Bergþóru.

 

7 athugasemdir á “Áskorun frá Gumma

  1. Takk f. kveðjuna í gær beibí! Því miður var ég (og er) inneignarlaus því það er svo dýrt að vera með síma hér í Þýskalandi fattaru svo ég gat ekki svarað þér.

    Ég fagnaði samt deginum vel og innilega. Skál Mundi!

  2. Dagar einsog fiskidagar eru nauðsynlegir til að viðhalda mannlífi og veitingastaðaflóru í Reykjavík.

    Ímyndið ykkur hvað aðrar stórborgir, sem þið þekkið, væru leiðinlegar ef að allir borðuðu inni í fyrirtækjamötuneytum alla daga. Það myndi drepa stóran hluta allra veitingastaða og gera göturnar talsvert tómlegri en ella.

  3. Já fiskidagar, kjötsúpudagar og það allt er sniðugt fyrir veitingastaði og bæjarfélög. Ég tek vel undir það.

    Ég er þó ekki hrifinn að í mötuneytinu á mínum vinnustað er alltaf fiskur á föstudögum, maður er ekki í stuði fyrir fisk á föstudögum.

    Velkomin heim Einar.

Skildu eftir svar við Gummi Jóh Hætta við svar