já nei nei

Það er nettur mánudagur í mönnum enda fimm daga helgi lokið og vinnan tekin við. Ég tók sumarfrí á meðan Airwaves var til að hámarka þá hátíð og það tókst með endemum vel.

Islands standa uppi sem sigurvegarar hátíðarinnar að mínu mati. The Go! Team voru æði, Apparat að eilífu amen, Mates of Sate voru frábær, Klaxons voru hressir og Mugison stendur alltaf fyrir sínu. Ég sá allt sem ég vildi sjá og vel það.

Mér fannst líka gaman að taka í spaðann á Erlend Öye og enn skemmtilegra að spjalla við bassaleikarann í The Go! Team. Hann var hress, búin að vera á landinu í marga daga og leigja jeppa til að keyra um landið.

Í heildin var hátíðin frábær, ekki alveg jafn góð og hátíðin í fyrra en frábær samt. Enn betra að hafa Dóra, Ásdísi, Eika Búa og Vigdísi með fyrir gott sprell, spjall og hangs.

5 athugasemdir á “já nei nei

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s