iPod

Í dag er iPoddinn frá Apple 5 ára. Magnað tæki sem hefur breytt þankagangi fólks um allan heim. Við hlustum og umgöngumst tónlist á allt annan hátt en við gerðum.

Það er auðvitað ekki allt iPod að þakka en stór hluti að einhverju leiti, það er á hreinu. Næsta mál væri að fá iTunes Music Store á Íslandi. Tonlist.is notar WMA formatið sem virkar ekki á iPod. Ég hef aldrei skilið þá leið að notast við format sem stærsti spilari í heimi getur ekki spilað. Tilhvers að leika bara við 10% af markaðnum?

Ég hef átt og á tvo iPodda. Sá fyrsti var 3.kynslóðarstykki, 20gb en virkar enn þrátt fyrir að hafa farið í sturtu. Hann spilar lög og hleður sig en ég get ekki tengt hann við tölvu lengur þannig að þessi 19gb sem á honum eru verða að duga. Hann nota ég í Hertoganum með iTrippi.

Betri iPoddinn minn er svo 5.kynslóðar 20gb iPod með video fúnksjon. Virkar vel og ekkert út á hann að setja.

Til hamingju með daginn.

4 athugasemdir á “iPod

  1. Bíddu bíddu… er hann ekki 60 GB sá stóri.

    Í fyrra gerði ég ritgerð um Tónlist.is og tók smá spjall við Stefán Hjörleifs út af þessu og ég spurði mikið um þennan litla Ipod stuðning hans, enda Ipod maður sjálfur. Hann svaraði mér, en ég skil þetta ekki ennþá.

  2. Takk addi fyrir þetta.

    En hvernig virkar þá yfirfærslan? Væntanlega encoda þeir lögin úr wma yfir í mp3 sem þýðir að það tapast gæði því það er verið að decoda og encoda til baka lossy format.

    Tilgangslaust að borga 99kr fyrir lag sem þarf svo að tjónka með og tapa gæðum til að geta notað í sinni græju.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s