Stjarna er fædd

Á þremur dögum afrekaði ég að koma fram í Kastljósi, vera í Séð og Heyrt (ekki í hverjir voru hvar heldur alvöru grein hvað annað) og troða upp á tónleikum fyrir fullu húsi.

Það kallast að hámarka.

Drengjakór Breiðholts er að slá í gegn svo um munar og við þurfum ekkert Idol eða X-Factor til þess, við erum raw talent sem á allsstaðar uppá pallborðið. Við erum drauma tengdasynir allra mæðra á Íslandi og svo erum við folar handa stúlkunum. Tveir fyrir einn og það gerist ekki á hverjum degi.

Útgáfupartý Togga gekk þrusuvel, troðið var útúr dyrum og Toggi og hljómsveit tryllti lýðinn með frábærri spilamennsku. Það er ótrúlegt hvað hljómsveitin breytir miklu, þeir sem hlusta á plötuna og sjá svo Togga með hljómsveit eru flestir sammála um hvað þetta geri góða hluti. Það er ekkert gaman að fara á tónleika og fá 100% spilamennsku þar sem allt hljómar eins og á plötunni. Þá er allt eins hægt að vera heima undir teppi með kókó að hlusta. Tónleikar eiga að breyta og bæta við það sem platan skilur eftir sig og það gerir Toggi með hljómsveit.

Það var 100% óæft að Drengjakórinn myndi troða upp á tónleikunum en þegar við vorum kallaðir uppá svið í lokalaginu var ekki hægt að skorast undan því og kórinn ákvað að gera þetta frítt, svona í þetta skiptið. Við getum alveg gefið smá af okkar vinnu fyrir vini okkar. 

Þeir sem misstu af þessu ættu að skammast sín og hafa augun opin fyrir öðrum tónleikum með Togga, vona að þeir verði fyrr frekar en seinna. 

8 athugasemdir á “Stjarna er fædd

  1. Ég skynja allt háðið í gegnum koparvírinn sem ég les þetta í gegnum.

    Toggi vælir alltaf um að maður sé ekki nógu duglegur að linka á hann, það var hér afgreitt í einni færslu.

  2. Ég held að Toggi þurfi að gera þessa síðu sína pínu meira spennandi… ég gat t.d. ekki séð neitt um útgáfutónleikana á henni. Svo má Valur vinur þinn endilega fara að blogga aftur, viltu skila því að bloggsins hans sé sárt saknað?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s