Leiðtogafundurinn í Höfða

Nú hafa fréttir, fréttaskýringar og greinar um leiðtogafundinn í Höfða þann 11.október 1986 tröllriðið landanum og ekki að ósekju. Merkilegur atburður fyrir litla Ísland þó fundurinn hafi kannski ekki hrist við heimsbyggðinni eins og hún snéri öllu á hvolf í hugum Íslendinga.
Nú er komið að mér að tala um þennan fund.

Foreldrar mínir voru á þessum tíma virkir meðlimir í Hjálparsveit Skáta í Reykjavík (HSSR) en sveitin sá um gæslu á meðan fundinum stóð. Ekki þessa stóru alvöru gæslu sem sérsveitir, lögregla og leyniþjónustur sáu um en svona almenna gæslu gagnvart pöpulnum. Settir voru upp vegatálmar í kringum nærliggjandi götur sem liðsmenn HSSR sáu svo um að vakta og passa að almúginn færi nú ekki að snattast eitthvert sem ekki ætti að fara sem kallaði yfir sig geltandi hunda og óþarfa spjall við KGB menn og sérsveitarmenn.

Móðir mín svo mild og fín var í því ásamt vinkonum sínum að smyrja ofan í þá sem stóðu í kuldanum þessar vaktir aðeins með húsmóðureðlið eitt að vopni og fékk ég þá nýorðinn sex ára að fara með. Ég fékk því að fara bakvið tálmana og á svæði sem var fyrir lögregluna og meðlimi HSSR. Ég man alltaf að þetta var við húsið þar sem Sparisjóður Vélstjóra er til húsa og þar sat ég og drakk kakó og borðaði flatköku með hangikjöti starandi agndofa á menn allt í kringum mig með byssur og einna mest fannst mér koma til þess að sjá leyniskyttur á húsþökum sem maður vinkaði til. Fögnuðurinn hjá sex ára drengnum varð svo gífurlega mikill þegar vinkað var til baka, það var alvöru móment.

Menn í rykfrökkum voru þarna út um allt sem reyndu að vera ósýnilegir, svolítið erfitt að vera ósýnilegur í rykfrakka þegar maður var með sígarettu og bakvið mennina var veggur klæddur hraunklæðningu sem var grá á lit. Ekki alveg rétta camouflage-ið þar á ferðinni en þessir menn voru bara svona að fylgjast með.

Mér fannst ég vera djöfulli stór strákur að fá að vera þarna bakvið í heilan dag að fylgjast með þessu öllu á meðan Reagan og Gorbachev húktu inní Höfða að tala um kjarnorkuvopn sem allt eins gat verið karp um næsta bardaga Rocky og Ivan Drago í mínum huga. Mér fannst Elísabet Englands drottning alltaf vera aðalkonan þegar ég var krakki, hún var nefnilega yfir James Bond.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s