Tóndæmi dagsins

Jæja þá í þetta sinn. Búin að vera latur bloggari og lofa alltaf betrum og bótum en samt gerist alltaf eitthvað takmarkað. Skiptir engu, ég er hérna ennþá.

The Killers eru skrýtið band. Þeir þjást af mikilmennsku brjálæði, eiga eingöngu tvær plötur og samt hafa þeir efni á því. Einkennilegt.

Nýja platan þeirra Sam´s Town féll ekki beint í kramið hjá mér fyrst en svo vann hún sig upp metorðastigann eftir að hafa fengið að renna nokkrum sinnum í gegn og nú finnst mér þetta bara frábær plata. The Killers eru góð hljómsveit.

Það er eflaust ekkert flott að fíla Killers í indie heiminum svipað og með Coldplay en það er asnalegt að hugsa þannig því þetta er afbraðgs tónlist og það er það sem telur, hversu góð tónlistin er.

Tóndæmi dagsins er Bones, lag sem er með frábærum brass kafla og verður pottþétt hittari. Eitt af því góða við nýju plötuna er að það eru ekki jafn augljósir hittarar eins og á Hot Fuss. Bones verður samt hittari.

The Killers – Bones

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s