Mummi byggir

Nú standa yfir blússandi framkvæmdir á bújörð Jóh klansins fyrir austan fjall. Grunnar fyrir bæði húsin sem heita auðvitað Blanda og Bakki eru að rísa hraðar en sólin og var ég eins og Bubbi Byggir að járnabinda og smíða í allan gærdag. Þyrpingin mun svo að sjálfsögðu í daglegu tali verða kölluð Jóh setrið. Það kemur ekkert annað til greina.

Ég var að smíða. Segi það aftur, SMÍÐA. Ég hef ekki haldið á hamri síðan í 9.bekk hjá Benóný en sýndi ótrúlega takta í gær þegar að ég klæddi vegginn á Blöndu. Smíðameistarinn Árni var undir lokin alveg hættur að segja mér til og gagnrýna mín smíðastörf sem segir okkur auðvitað aðeins eitt. Ég er fæddur smiður.

Það verður rosalega gaman þegar að þetta fer að taka á sig mynd. Þetta er það stutt frá höfuðborginni að maður mun alveg nenna að skjótast í mat og kaffi og útsýnið þarna er rugl.

 

 

7 athugasemdir á “Mummi byggir

  1. það er ekki fyrr en þú byrjar að reykja og segja samfarasögur sem þú getur kallað þig smið, það tók mig fjögur ár að ná rétta flæðinu í pjásusögum ein helgi fyrir austan er ekki nóg.
    p.s. reykktu camel filters þær eru bestar

  2. Geggjað! Til hamingju með þetta Gumminn minn. Eins gott að þú ert með þvaglegginn við smíðarnar. Þá þarftu ekki að taka pásur til að fara á klósett.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s