Bílar

Ég veit ekkert um bíla og hef lítin áhuga á bílum en samt ég stend mig alltaf að því t.d. þegar ég er stopp á ljósum að segja í hálfum hljóðum „fáviti“ og brosa útí eitt þegar ég sé einhvern keyra á bíl sem TopGear menn hafa hraunað yfir.

TopGear eru ekki bara einhver þeir bestu bílaþættir sem ég hef séð útaf bílunum, flottu myndatökunum eða skemmtilegu atriðunum heldur eru þáttastjórnendurnir bara svo ógeðslega fyndnir.

Hvort þeir séu að segja endilega alltaf satt og rétt frá, viti mest og best um bíla almennt skiptir mig engu máli. Ég tek þá trúanlega og þeir sem keyra um á bílum sem þeir hrauna yfir eiga skilið að láta hí-a á sig fyrir það.

Hí á þig!

Ein athugasemd á “Bílar

  1. Top gear eru fáránlega góðir þættir. Atriðið þar sem litli naggurinn hvers nafn ég man ekki núna fór í bobsleða og hitt sidekickið fór í rallíbíl á ís niður braut sem lá samhliða bobsleðabrautinni er eitt það besta í sjónvarpssögunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s