læknum homma

Ég varð alveg óskaplega reiður þegar ég horfði á Kastljósið í gær. Þar var staddur í sjónvarpssal einn af þeim trúuðu mönnum sem stóðu bakvið auglýsinguna á laugardaginn í Mogganum. Auglýsingin sem ekki sáu snérist um að hægt væri að lækna samkynhneigð og það væri ekkert mál að losna úr viðjum samkynhneigðar. Af öllum dögum til að auglýsa þetta var svo helgin sem Gay Pride er í gangi valin, ansi smekklegt.

Maðurinn sem var í Kastljósinu í gær og ég hreinlegea nenni ekki að mæla á nafn var að vísa í hina og þessa staði um hvað þetta væri nú einfalt og frábært og með tíð og tíma væri hægt að lækna alla homma og lesbíur til að vera eins frábær og hann sjálfur. Best fannst mér þó að alltaf vísaði hann á staði í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem redneckarnir og vitleysingarnir búa. Í suðurríkjum Bandaríkjanna ríkir mesta ólæsi allra vestrænna þjóða, ég ætla ekki að taka mark á þeim þegar kemur að svona hlutum. Svo babblaði maðurinn um að það ætti að banna hommum að gefa blóð, vill hann þá ekki bara banna öllum sem koma frá Afríku að gefa blóð? Þar er stærsti hópur þeirra sem smitast hafa af HIV og það ekki í hommum heldur bara gagnkynhneiðgu fólki.

Eigum við ekki bara að taka kosningaréttinn af konum. Rikki Chan verður þrællinn minn og ekkert sjónvarp á fimmtudögum.

Ég yrði jafn reiður og sjá einhvern mæla fyrir því að allir þroskaheftir ættu að vera geymdir á hæli t.d. í Viðey þar sem þeir yrðu ekki fyrir okkur hinum.

Það á ekki að hleypa svona vitleysingum í sjónvarpið. Ef þeir vilja eyða 300.000 kr eða meira í heilsíðu auglýsingu í Moggann að þá geri þeir það, þetta eru þeirra peningar en ekki hleypa þeim í sjónvarpið að koma málstað sínum á framfæri.

Helvítis idjótar. 

9 athugasemdir á “læknum homma

 1. Nú missti ég viljandi af þessu viðtali í Kastljósinu en hér á Íslandi er það þannig ennþá að alla veganna samkynhneigðir menn mega ekki gefa blóð. Árlega er vakin athygli á þessu, til að mynda að meðal samkynhneigðra stúdenta, en enn hefur lítið þokast í rétta átt.
  Rökin halda líka illa þar sem allt blóð er skannað mjög vel í dag.

 2. Ég held þetta sé ekki rétt hjá þér. Það á einmitt að trana svona mönnum fram. Absúrdisminn í því sem hann hafði að segja var svo augljós að þessi einstaklingur gerir málstað sínum meiri skaða en hitt ef hann heldur áfram að koma fram opinberlega.

 3. þessi maður er náttúrulega bara alveg snar. Ég hef heyrt hann tala áður í fjölmiðlum og ég verð alltaf hafn pirraður á honum. Svona menn eru virkilega hættulegir. Burt með svona úr mínu sjónvarpi.

 4. þetta með blóðið er samt af því þeir eru í einhverjum svona blóð samtökum og í útlöndum er þetta miklu strangara (eins og ítalíu og þar) og þeir mættu ekki vera með ef hommar hérna mættu gefa..

 5. Mér finnst að hefði ekki átt að gera frétt úr þessu og að Heimir hefði ekki átt að fara í kastljósið. Það á ekki að gera fólki til geðs að svara þessari auglýsingu því að þeir hafa alveg örugglega gert ráð fyrir því að þeir þyrftu að svara fyrir þessa auglýsingu og fá þ.a.l. „air time“

 6. 13 blóðgjafir komnar nú þegar Toggi. Er núna á svörtum lista hjá Blóðbankanum í hálft ár því ég fór til Mexíkó í tvær vikur. Grunar að þeir hugsi sem svo ,,ef þú ert á lífi eftir hálft ár, komdu þá og gefðu blóð“. Gerðu það sama þegar ég fór til Rússlands síðasta sumar.
  Hins vegar fylgist ég með þessari réttindabaráttu samkynhneigðra bæði upp í blóðbanka og á kampus í háskólanum.

 7. Svona rugludallar og bókstafstrúarmenn eins og þessi Jón Valur og Snorri í Betel verða alltaf til staðar og þessi aðför þeirra gegn samkynhneigðu fólki verður líklega ekki kveðin algerlega niður svo auðveldlega en málið er að það eru líka til hópar manna sem aðhyllast allskonar stefnur eins og nasisma og rasisma sem einnig verða alltaf til staðar. Við höfum hinsvegar skrifaðar og óskrifaðar siðareglur sem halda aftur af þessu fólki í almennum fjölmiðlum. Ef hópur manna myndi vilja borga 300 þúsund fyrir heilsíðuauglýsingu sem myndi lofa nasisma og breiða út gyðingahatur þá myndi Mogginn líklega segja blákalt NEI. Það sama finnst mér að Mogginn hefði átt að gera síðastliðinn laugardag.. bara meina þessu liði að breiða út fáránlegan, fáfróðan og dónalegan boðskap sinn gegn samkynhneigðum. Einnig eiga NFS, Sjónvarpið og blöðin bara að hafa þessa umræðu enga eða eins ómerkilega og þau mögulega geta. Þau eru bara að fóðra skepnuna með þessari umfjöllun og á því lifa bjánar eins og Jón Valur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s