WWDC

Apple héldu í gær WWDC, ráðstefna fyrir forritara og þróunargutta Apple megin. Þarna eru kynntar nýjungar og fínerí í vélbúnaði og á high end hlutum.

PowerMac var formlega drepinn og Mac Pro kom í staðinn með 2x Core Duo Xeon örgjörvum sem þýðir í raun kraftur á við fjóra örgjörva og það sama var gert með Xserve. (gummijoh.net er keyrð á Xserve).

G4 og G5 PowerPC örgjafarnir eru því formlega dauðir.

Núna er ég Apple og PC gaur í einu og finnst það fínt og lifi bara í sátt og samlyndi á milli vélanna. Þegar að Steve Jobs hélt sína kynningu varð ég þó enn og aftur fyrir vonbrigðum með stælanna og böggið gagnvar samkeppninni. Apple vilja meina að Microsoft hafi stolið öllu sem þeir hafa verið að gera með Mac OS X og sett í Vista sem er handan við hornið.

Það hefur verið calendar í Outlook miklu lengra en iCal hefur verið til, RSS er ekki neitt sem að Apple menn fundu upp, Backup lausn (þó ekki eins fancy en eigum eftir að sjá Time Machine í action) hefur verið frá dögum Windows 95 og svo mætti telja áfram. Linux menn gætu þá vælt að Apple séu að stela frá sér þar sem að Spaces fídusinn hefur verið þar í gluggakerfinu í ár og aldir. Spotlight er leitarfídus, vú hú!!! Leit er ekki neitt breakthrough, google menn kunna hana best. 64-bita stuðningur , Windows menn hafa haft hana í meira en ár í Windows XP. Ekki eru þeir að væla yfir að Apple hafa stolið því. Þetta er bara eitthvað sem allir setja inn þar sem notkun á 64 bita örgjörvum er að aukast. Dashboard sem var kynnt í Tiger er ekki einu sinni frá Apple heldur hefur verið í notkun í mörg ár sem Konfabulator. Stolið!

Það er ekkert sniðugt að vera að dissa samkeppnina svona, það hreinlega gerir fólk bara pirrað eins og mig sjálfan. Svona Apple fanboy-ism er ekki eins algengur og hann var, Apple notendur fíla sig ekkert endilega lengur sem einhvern hluta af elítunni sem má og getur notað Apple þar sem þær eru orðnar langtum algengari í höndum hinna "venjulegu".

Skamm segi ég. En þó er ég spenntur að sjá það sem er að koma. Leopard útgáfan af OS X lítur vel út og loksins er búið að uppfæra Mail en ég er þreyttur á því forriti. Thunderbird er betri. En það vantar samt uppfærslu á Finderinn, það er eitthvað það mesta prump sem að ég hef notað.

Það er nettur mánudagur í manni. 

4 athugasemdir á “WWDC

 1. Fínasta færsla og þessi fanboyismi er frekar lúðalegur. Þeir eru bara svolítið að klóra developurum sínum á bakvið eyrun með þessu.

  Mig langar þó að gagnrýna gagnrýnina.

  >Það hefur verið calendar í Outlook miklu lengra en iCal hefur verið til

  Calendering + addressubók hafa verið sjálfstæðir hlutir í stýrikerfinu í þónokkurn tíma sem hvaða forrit sem er geta talað við. Einnig er hægt að birta og gerast áskrifandi að dagatölum án þess að vera með hnakkdýran exchange server innanhús.

  Alla svona virkni, plús að synca cal og addressubókina við símann (sem er svo þægilegt) er MS búnir að böndla með Office og hugbúnaði frá öðrum.

  iCal + AddressBook + iSync – færð ekki svoleiðis virkni out of the box nema í os x

  >RSS

  Apple mega klappa sér á bakið fyrir að Microsoft ákveði að styðja RSS. Ég klappa þeim líka á bakið fyrir það. Að MS styðji opinn standard er gott fyrir alla. (svo framarlega sem að þeir fara ekki að fikta í honum án þess að spyrja aðra)

  Annars voru þeir ekki að dissa MS út af backup lausninni eða virtual desktoppinu, bara kynna nýja stýrikerfið.

  Annars held ég að þessir stælar séu bara leikaraskapur í Apple. Microsoft er ekki sérlegur samkeppnisaðilli þeirra, heldur partner. Jobs grínast ekkert þegar hann segir „friends“ um þá. MS selur Office á Mac, Windows keyrir á Mac, Microsoft eiga meira að segja hlut í Apple. Raunverulegir samkeppnisaðillar Apple í dag eru Dell/HP.

 2. Microsoft eiga reynar non-voting hlut í Apple í gegnum einhvern sjóð sem þeir keyptu til að „encourage competition“ eins og það er orðað.

  En það er alveg rétt, þeir eru partnerar og MS eru nýbúnir að skuldbinda sig að gefa út Office næstu árin og so on..

  Framtíðin er spennandi samt þarna á milli eftir að BootCamp kom.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s