klassík

Um daginn gerði Dóri það besta sem einhver hefur gert fyrir mig í langan tíma. Eitt kvöldið bankar Íslandspóstur hjá mér og heimtar um sjö hundruð krónur fyrir pakka. Ég var nú ekkert alveg á þeim buxunum enda ekki búin að vera að panta neitt af Ebay eða Amazon eins og maður á til að gera.

Ég borgaði þó enda forvitnin að bera mig ofurliði og peningurinn ekki hár.

Þetta var myndarlegur kassi sem innihélt ástarbréf frá Dóra og þrjá Tuborg Classic. Tuborg Classic er fyrir þá sem ekki vita einn sá besti bjór sem til er. Næstum esklúsívt drekk ég þann bjór þegar ég er í heimsókn í Danaveldi, bjórinn má drekka í hvaða ástandi sem er og alltaf er hann jafn góður.

Í dag var gott að koma til vinnu og enn betra þegar að fyrir framan skjáinn minn og dockuna voru tveir Tuborg Classic en ein af undirtyllum mínum ákvað að koma með þetta góða nesti frá Danmerkuferð sinni. Það eru bara góðir yfirmenn sem fá Tuborg Classic að gjör, vondir yfirmenn fá kúk í poka.

 

 

 

6 athugasemdir á “klassík

 1. Þetta er án efa besti bjór sem hefur fengist í ríkinu okkar, þeir gerðu unnendum góðs bjórs mikinn grikk þegar það var hætt að selja hann þar.

 2. Hva er ég er með tvo.. 19″ skjáinn og lappann sem skjárinn er tengdur við. bara dual monitor setup.

  Ég er bara millistjórnandi á meðan þú ert code monkey 🙂

 3. jaaaaaá ókei, ég er nefnilega með 2 20″ fyrir utan lappaskjáinn;)

  code monkeys stjórna öllu undirniðri, ertu ekki búinn að átta þig á því?

 4. Vildi bara segja þér það sko að á íslenskum staðartíma kl. 12:00 á morgun (10. ágúst) verð ég blindfullur í danmörku að drekka Classic og fleiri öllara…
  Sællettu

  fallegur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s