helgin..

Fyrst að ég er enn í vinnunni er því best bara að blogga. Er að fá það í rassgatið að hafa tekið frí síðasta föstudag á meðan allir eru í sumarfríum, einhver þarf að reka þetta apparat hérna. Nefnilega ÉG.

Helgin var besta helgi ársins, svo einfalt er það. Rafting-ið niður Jökulsá eystri var með því klikkaðra sem að ég hef gert. Ég var smeykur fyrst en það fór brátt af manni, ég verð hræddur í tívóli tækjum og því var þetta ansi mikið stökk fyrir Mumma. Það var mikið fjör í þessu og helvítis melurinn Nepal gaurinn sem var guide í mínum bát lék sér alltaf að því að henda mér útí þegar jafnvægið fór að dala sama hvað ég reyndi að halda mér í. Ég hélt að ég sæti bara of utarlega en nei nei, melurinn var sá sem ýtti mér útí og aldrei fattaði ég neitt. Stökkið af níu metra klettinum var svo ruglið eina, Jói Jökull og Arnar þorðu ekki. Það er hér með skjalfest.

Sigur Rós í Öxnadal var frábær upplifun. Umgjörðin eins og hún gerist best enda var heiðskýrt og fjallgarðarnir í kring skörtuðu sínu fegursta. Að heyra svon tónlist Sigur Rósar svo undir setti svo bara punktinn yfir j-ið (Það er j í Jóh, ekkert i).

Belle & Sebastian á Borgafirði Eystri var svo hin magnastaða upplifun þar sem bjórinn flæddi og frábær setlisti b&s ómaði í yfir tvo tíma. Mér fannst þó setlistinn í Nasa betri en stemmningin var langtum betri þarna. Maður vissi að maður væri á leið í eitthvað rugl þegar að það fyrsta sem við sáum þegar við keyrðum inní Bakkagerði var Richard, trommuleikarinn í B&S. Svo sá maður þau þarna trekk í trekk og það síðasta sem við sáum þegar keyrt var heim á leið var Beans, hljómborðsleikari b&s í þynnkulabbitúr.

Ara, Dóra og Ásdísi þakka ég kærlega fyrir góðan rúnt hringinn í kringum landið. Frábærir ferðafélagar. Ari fyrir að vera iPod djinn, Ásdís fyrir að láta mig alltaf vita þegar að það voru rollur á veginum og Dóra þakka ég fyrir að troða puttanum á sér uppí mig þegar ég geispa.

Dóri fær þann heiður að myndskreyta þessa færslu ásamt Stevie Jackson, gítarleikara Belle & Sebastian. 

 

 

 

Ein athugasemd á “helgin..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s