tóndæmi dagins

Koma Sufjan Stevens til Íslands er hreint ótrúlegur hvalreki fyrir áhugafólk um góða tónlist. Þegar að heitasti maður indie senunnar ákveður að koma verða menn að stíga upp, sperra eyrun og athuga hvað er í gangi.

Fríkirkjan er lítill staður en passar hreint ótrúlega vel fyrir svona tónleika. Tónleikar Antony & The Johnsons í þessu húsi fyrir jólin síðustu voru hreint út sagt ótrúlegir og ég á ekki von á öðru en að Sufjan muni slá í gegn.

The Avalanche er afgangurinn af hinni frábæru Illinoise plötu sem að allsstaðar var valin plata ársins 2005. Hér má finna það sem ekki komst á Illinoise eða þá aðrar útgáfur af því sem að fór svo á plötuna. Chicago er eitt uppáhalds lagið mitt en á The Avalanche má finna þrjár mismunandi útgáfur sem allar eru góðar á sinn ólíka hátt.

Leyfum þeim öllum að njóta sín hér í dag.

Sufjan Stevens – Chicago (acoustic version)

Sufjan Stevens – Chicago (adult contemporary easy listening version)

Sufjan Stevens – Chicago (multiple personality disorder version) 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s