átak í breiðholti

Nú er komið að því að laga hlutina og ganga hreint til verks. Nýr meirihluti Reykjavíkur hefur blásið í lúðrana og nú skal tekið til hendinni í Breiðholtinu mínu. Ég hef oft bloggað og talað um hve Breiðholtið mitt er skítugt og í mikill niðurníðslu. Það er margt hér sem þarf að laga, bæði á vegum Reykjavíkurborgar og á vegum okkar sjálfra en ekkert verið gert.

Stórir hlutir eins og að fjarlæga gæsluvelli sem er búið að leggja niður, laga umferðarmannvirki og gangstéttir og svo litlir hlutir eins og að setja upp net, laga leikvelli og annað verða settir í gang og kláraðir fljótt og vel. Laugardaginn 22.júlí verða íbúar Breiðholtsins beðnir um að aðstoða alla þá borgarstarfsmenn sem munu fara í ákveðin verkefni til að fegra hverfið. Það þarf að virkja íbúana og fá þá með í þetta, það er gert hér með.

Þetta er frábært framtak og ég er virkilega ánægður með nýja meirihlutann og þetta verkefni þeirra. Aldrei gerði fyrrum borgarstjórn þetta. Breiðholtið hefur verið án athygli í mörg ár. Engum sérstökum að kenna, svona er þetta bara. Þýðir lítið að staldra við fortíðina, nú skal horft fram á við og Breiðholtið fegrað.

Sem dæmi að þá verður Bakkavöllurinn tyrfður uppá nýtt, eitthvað sem hefur ekki verið gert síðan 1990, það koma net í mörkin á Bakkavellinum sem ég man varla eftir að hafa séð og girðingin utan um völlin löguð. Hún hefur verið ónýt frá því að völlurinn var vígður. Grindin við Leirubakka verður löguð, 1992 fór hún í það horf sem hún er í í dag. Eina sem vantar er að láta laga Arnarbakkann, hann er ógeðslegur núna.

Breiðholtsbúar fengu að benda á hluti sem að þeir vildu láta laga sem nefndinni um málið hafði yfirsést og þar steig einn fyrsti íbúi Bakkahverfsins upp og hélt góða ræðu. Gunnar Eyjólfsson, leikari er maðurinn og hann er sá fyrsti sem ég hitti sem er jafn stoltur af því að vera Breiðhyltingur eins og Jóh klanið.

Nú er komið að því að gera Breiðholtið að því sem það á að vera, flottast og best.

Læt fylgja með mynd úr Breiðholtsskóla þar sem að fundurinn var haldin. Myndin sýnir brot af stærðarinnar verðlaunagripasafni Breiðholtsskóla. Tvo fremstu bikarana vann ég árið 1991. Vinstra megin má t.d. sjá verðlaunagripina sem að skólinn fékk fyrir að vinna Skrekk við upphaf þeirrar keppni.

 

 

 

 

9 athugasemdir á “átak í breiðholti

 1. Heyr heyr! kominn tími til að endurbæta „the roots“ maður verður ávallt Breiðhyltingur…eins og Henry sagði um Zidane „maður getur tekið manninn úr gettóin en aldrei gettóið úr manninum“

  frábært framtak…..hver veit nema maður skelli sér í baskara eftir þetta…fyrst maður býr í bökkunum þessa dagana

 2. Hahaha, gaman að rifja upp gamla tíma 🙂 Þessi körfuboltasigur var náttúrulega snilld og magnað að detta í hug að hagræða sannleikanum svona skemmtilega á þessum aldri – áttum verðlaunin skilin bara fyrir það.

  Annars er það rétt að það má heldur betur taka til hendinni í þessu góða hverfi. Heimsótti Breiðholtskjör (10/11) um daginn og fannst frekar sorglegt að sjá hvernig það svæði lítur út í dag.

  Kv
  Siggi

 3. Já sammála því…þvílíkt creativity hjá ungum peyjum….en sammála með gamla hverfið…mætti alveg hreinsa þetta upp.. laga íþróttavellina alla og koma því í gang aftur…enda tær snilld þegar maður gat spilað körfubolta, eða fótbolta nær alla daga þarna…..+ fyrir Vilhjálm

 4. hvenær er eiginlega næsti hittingur hjá þessu gamla Breiðholtsskólaliði?…anobody…..ætli væri einhver mannskapur í bolta?….

 5. Sælir
  Já ég varð stjarna á einum degi þennan dag, Diddi hver er það? 🙂
  Allavega hafiði það gott kallar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s