double or nothing

Tvöfaldar helgar eru alltaf af hinu góða þangað til að mánudagurinn rennur upp. Í gær var ég svo þreyttur og dasaður að ég hafði varla nennu til að anda. Bara það að standa í röð eftir lummunum handa okkur strákunum yfir úrslitaleiknum fékk mig til að svitna og verða ómótt. Ég var samt ekkert þunnur, höfum það á hreinu.

Á föstudaginn var ekkert spes í gangi, bara kíkja í bæinn og vera hress enda Dóri komin heim aftur. Á laugardeginum var svo spýtt í lófana og tekið vel á því enda brúðkaup hjá Jóa og Lóu.

Að fara í brúðkaup þar sem maður þekkir akkúrat engan í er ákveðin áskorun. Maður hefur um tvennt að velja, að hanga bara með þessum þremur sem maður er með í hóp eða víkka sjóndeildarhringinn og tala við annað fólk.

Eftir að Jói og Arnar flúðu brúðkaupið (grassið er grænna hinumegin syndrome) ákváðum við Dóri að gefa skít í reglur félagslegrar hegðunar og mingla við allt og alla sem endaði svo með því að við vorum hrókur alls fagnaðar.

Við vorum í raun eins og Owen Wilson og Vince Vaughn í Wedding Crashers nema að okkur var boðið í brúðkaupið, það var það eina sem að vantaði uppá. 

2 athugasemdir á “double or nothing

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s