Tóndæmi dagsins

Tónleikar Belle & Sebastian færast nær og nær í hvert skipti sem að sólin sest og rís. Ég er með jóladagatal heima sem ég kalla B&s-dagatal og borða súkkulaðimola á sama tíma og ég tel niður. Þetta er spennandi.

White Collar Boy var tóndæmi dagsins um daginn enda brilliant lag þar sem hrikalegur svalur hljómur hljómborðsins heldur því uppi. Fyrir helgi kom svo út smáskífan White Collar Boy enda mögulegur hittari hér á ferð. Eftir að Belle & Sebastian fóru að gefa út plötur undir merkjum Rough Trade breyttist smáskífu fyrirkomulag þeirra en B&S höfðu alltaf haft þann háttin á smáskífur innihéldu aðeins ný lög, aldrei lög sem væru á stórum plötunum. Það gæfi aðdáendum sveitarinnar meira og þar sem Stuart Murdoch semur ekki einn efni var hægt að koma út meira af efni frá t.d. Stevie Jackson og Söruh Martin.

Á White Collar Boy má finna lagið sjálft auðvitað og svo þrjú önnur lög. Eitt þeirra heitir Baby Jane og er tóndæmi dagsins. Lagið er að nálgast hundrað spilanir í iTunes hjá mér svo grípandi er það að mínu mati. Þetta er kannski ekki allra en þetta er ég að fíla og mun öskra úr mér lungun að þetta lag verði tekið á Nösu og svo í sveitinni á seinni tónleikunum. Hin lögin tvö eru Stevie lag og svo Söruh lag. Þau heita Heaven in the afternoon og Long Black Scarf, þau kannski fá að njóta sín síðar.  Belle & Sebastian – Baby Jane (Rod Stewart cover)

 

Í leiðinni má svo fylgja með myndbandið við White Collar Boy, í boði YouTube.

 

4 athugasemdir á “Tóndæmi dagsins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s