tímastjórnun

Með ótrúlegri skipulagningu, tímastjórnun og með því að hafa allt uppsett í Excel ásamt útprentun úr Google Earth náðum við Jói að taka fimm útskriftarveislur og eitt afmæli á laugardaginn. Náðum að hámarka að ég held í hverri einustu veislu.

Toppnum var þó náð í fyrstu veislunni þar sem ungur og grunlaus Guðmundur Jóhannsson settist í sófa og var nappaður af ömmu útskriftarnemans sem rigndi yfir mig spurningum um hagi mína, fjárhagstöðu, pólitíska afstöðu og á milli þess sem ég drakk bjórinn minn strauk hún á mér lærið. Þessi tiltekna amma er svo hrifin af yngri mönnum og varð ég fyrir barðinu á henni í þetta skiptið. Það sem mér þykir verst er að það er ekki til mynd af okkur skötuhjúunum.

Skv. þessari nýju vinkonu minni er ég framtíð Íslands hvorki meira né minna. Við eigum deit í félagsvist í vikunni, ég hlakka til.

2 athugasemdir á “tímastjórnun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s