Plötur ársins 2005

Árslisti Rjómans er komin á netið. Miðað er við fyrsta útgáfudag plötu, en ekki hvenær hún kom út í Evrópu þar sem internetið rífur niður öll svona landamæri. Minn listi er svona:

Innlent

 • Benni Hemm Hemm – Benni Hemm Hemm
    – Lag nr 2 á plötunni, Beygja og beygja fór í svo rosalega repeat spilun hjá mér að ég mun syngja þetta lag í karíókí það sem eftir er. Þessi plata kom aftan að mér og stimplaði sig rækilega inn í iTunes og verður þar í einhvern tíma. Æðisleg plata.
 • Sigur Rós – Takk
    – Sigur Rósar liðar sýna það og sanna að þeir eru besta hljómsveit Íslands. Platan er gott millistig af Ágætis Byrjun og () sem sameinar bestu einingar sveitarinnar. Hoppípolla er lag sem að bæði aðdáendur og nei-menn geta haft gaman af. Áttu tónleika ársins í Laugardagshöll.
 • ÉG – Plata ársins
    – Róbert Örn Hjálmtýsson semur einhverja skemmtilegustu texta landsins og með grípandi laglínum má með sanni segja að Plata ársins er gott framhald af fyrri plötu sveitarinnar, Skemmtileg lög.
 • Ampop – My Delusions
   – Titillag plöturnnar er án efa eitt af lögum ársins og þegar ég heyrði það fyrst neitaði ég að trúa því að íslenskt sveit væri hér á ferðinni. Platan er stórgóð og gaman að sjá rafsveitina Ampop umbreytast í indiepopp sveit með svona góðum árangri.
 • Kimono – Artic Death Ship
    – Þunglyndislegt indierokk eins og það gerist best.
 • Hermigervill – Sleepwork
    – Fannst þetta ekki merkilegur pappír en eftir að hafa séð kappann á Airwaves óx hann í áliti svo um munar og platan fékk annan séns, er ánægður með að hafa séð að mér.

Erlent

 • Antony and the Johnsons – I am a Bird Now
    –
  Tvennir tónleikar Antony eiga sinn þátt í því að Mercury verðlaunahafinn kemst á þennan lista. Lítum á fyrri tónleikana sem upphitun fyrir það sem á eftir kom því þessu stund í Fríkirkjunni mun án efa lifa með mér það sem eftir er. Þessi rödd sem kemur úr Antony er æðisleg og ég fæ ekki nóg af henni
 • Sufjan Stevens – Illinois
   – Kraftaverkamaðurinn ætlar ekkert að hætta að dæla út góðum plötum og á fáránlegum hraða. Þessi plata er kannski aðeins of löng en það deilir engin um það að lögin á henni eru frábær. Nýr trommari komin sem lemur húðirnar eins og það sé engin morgundagur sem skilar sér í kraftmeiri plötu.
 • Clap Your Hands Say Yeah – Clap Your Hands Say Yeah
    – Annað hvort fílar maður söngrödd Alec Ounsworth eða ekki. Það er alltaf gaman að fá nýja Talkings Heads lega tónlist og þessi plata er ein af þessum uppgötvunum sem maður sér sko ekki eftir að hafa gefið tíma í að sanna sig. Komu á Airwaves og voru ágætis þar.
 • Architecture in Helsinki – In Case We Die
    – Skemmtileg lög og bestu tónleikar Airwaves 2005 gera það að verkum að platan AIH liða, In Case We Die fer á þennan lista. Ef Belle & Sebastian myndu taka sýru og ákveða að gera barnaplötu myndi hún hljóma svona, æðisleg.
 • New Pornographers – Twin Cinema
   – Kanadabúar stimpla sig inn á þessum lista. Carl Newman og félagar gerðu einhverja skemmtilegustu rokkplötu ársins sem verður betri og betri við hverja hlustun. Þessi er skyldueign. Eldri plöturnar sveitarinnar eru ekki síðri fyrir þá sem eiga þær eftir.
 • Kaiser Chiefs – Employment
   – Hér ætlaði ég að setja inn Art Brut en setti inn Kaiser Chiefs og dauðsé eftir því en svona er þetta. Kaiser Chiefs eru hressandi Blur/Pulp legir tónlistarmenn sem vekja britpoppið aftur upp frá dauðum.
 • Wolf Parade – Apologies to the Queen Mary
    – Og við bjóðum Kanadamenn velkomna í annað sinn á þessum lista. Að hlusta á þessa plötu í fyrsta skipti minnti mig mikið á þegar ég hlustað á Funeral með Arcade Fire í fyrsta skipti. Hún var leiðinleg en varð svo alltaf betri og betri þangað til að þetta varð eitthvað það besta sem að ég hef heyrt. Frábær plata.

Á Rjómanum er notast við stigakerfi en ég nota það ekki hér. Þetta eru sömu plötur og ég setti á minn lista á Rjómanum en hér birtast þær í engri ákveðinni röð.

2 athugasemdir á “Plötur ársins 2005

 1. Mér finnst vanta aðeins meiri breidd í tónlistina á Rjómanum. Það stendur á síðunni „Engin tónlist er of „mainstream“ fyrir Rjómann og engar tónlistarstefnur honum óviðkomandi þó áhugasvið fastapenna móti að sjálfsögðu umgjörðina að miklu leyti.“ Það er einmitt málið, áhugasvið flestra fastapenna er mjög svipað og það mótar alla síðuna frekar mikið. Ég segi þetta vegna þess að mér finnst gott dæmi vera það að Dr. Phil með Dr. Spock sem er ein allra besta íslenska rokkplata síðustu árin skuli ekki hafa komist á topp 10 yfir bestu innlendu plöturnar.

  Þetta er auðvitað matsatriði allt saman, ekki misskilja mig, mér finnst rjóminn mjög góð síða. En það vantar bara aðeins meiri breidd þarna inn held ég, aðeins fleiri eyru.

 2. Ég er alveg sammála þér Sigurjón, það vantar meiri breidd og ég hef verið að reyna að agitera aðeins fyrir því en gengið misvel.
  Dr Phil með Dr Spock fékk fína dóma á Rjómanum, 3,5 af 5 mögulegum og lenti í 11.sæti á árslistanum 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s