Topp plötur árins

Það er þessi tími ársins. Listinn er meira gerður til gamans og birtur í engri sérstakri röð.

11)

Good News for People Who Love Bad News – Modest Mouse
Float On, Float On, Float On. Það lag af plötunni er klikkað og í raun frábært lag til að byrja á og láta svo þessa frábæru plötu lyfta manni bara enn hærra í geðveikinni. Þetta er eitt af því mest spilaða í Itunes hjá mér.

10)
Stellastarr – Stellastarr*
Fínasta New York indie pop sem virkar einhvern veginn alltaf.

09)
You Are The Quarry – Morrissey
Hellti mér í þessa plötu til að búa mig undir að sjá kappann á Roskilde þar sem ég var fremstur ásamt Togga. Þessi plata er mögnuð og Morrissey er einhver magnaðist tónlistamaður síðari tíma. Verður betri við hverja hlustun.

08)
Riot On An Empty Street – Kings of Convenience
Norska dúóið sem harmonerar bara meira en allt. Einfalt indie pop sem virkar einum of vel, get alltaf sett eitthvað með þeim í gang og hummað með. Homesick er eitt fallegasta lag ársins.

07)
A Grand Don’t Come for Free – The Streets
Sama hversu maður er lítið fyrir einhversskonar hiphop eða álíka að þá getur engin neitað því að þessi plata er frábær. Því oftar sem maður hlustar á hana því betri verður hún. Dry Your Eyes eitt er nóg til þess að fólk líki við snilldina.

06)
Fever To Tell – Yeah Yeah Yeah´s
Platan kom reyndar út í 2003 þannig að einhverjum finnst það kannski svindl en ég heyrði ekkert af þessu fyrr en í haust. Enn eitt bandið frá New York. Í raun að heyra bara Maps og maður verður með það á repeat og hlustar endalaust á það og svo fylgja hin lögin með.

05)
I – Magnetic Fields
Fór sérstaklega til Köben í október til að sjá þessa hljómsveit á tónleikum og hún er með þeim betri sem að ég hlusta á í dag. Ótrúlega mikið efni sem liggur eftir bandið þökk sé lagahöfundi og heila hljómsveitarinnar Stephin Merritt sem dælir útúr sér lögum eins og vindurinn. Þrefalda platan 69 Love Songs er gott dæmi um það. Platan I er þannig að öll lögin byrja á stafnum i, frábær plata þar sem sérkennileg söngrödd Stephins nýtur sín vel.

04)
Franz Ferdinand – Franz Ferdinand
Eflaust stærsta band ársins, það hafa allir heyrt í þeim og allir hafa skoðun á þeim. Hljómsveitin hitaði upp fyrir mína uppáhalds hljómsveit Belle & Sebastian í heilan túr og Belle & Sebastian hjálpuðu mikið til við stofnun bandsins þar sem þeir gáfu þeim félögum í Franz hljóðfæri til að gera eitthvað með, úr því varð þetta framtíðar ofurband. Það verður ómögulegt fyrir bandið að fylgja þessari fyrstu plötu sinni eftir en maður veit aldrei hvað gerist. Þeir hafa þetta geðveika gítarhljóð og í öllum lögunum þeirra eru einföld en frábær gítarriff sem maður getur ekki annað en elskað. Svo skemmir ekki fyrir að ég hitti Alex Kapranos söngvara hljómsveitarinnar í Danmörku.

03)
Hot Fuzz – Killers
Ekkert svo langt síðan að ég heyrði í þessum þökk sé hagfræðinördinum Bíó. Kannski ekkert frumlegasta band í heimi þar sem þeim svipar heil ósköp til t.d. Interpol, Snow Patrol, Strokes og The Raptures en það sem þeir gera bara virkar og vel það. Illilega catchy lög og um að gera að tékka á þessum.

02)
Libertines – Libertines
Rokkið sannar sig enn og aftur. Ótrúlegt hvað allt þetta sukk, áfengisneysla og dópnotkun bandsins kemur út í frábærri plötu. Hún er hrá en bara skotgengur ofan í mann og maður getur ekki annað en verið hissa að svona dót skuli virka svona vel. Snilldin eina.

01)
Together We´re Heavy – The Polyphonic Spree
Ég segi það og skrifa að þessi hljómsveit er einhver skemmtilegasta uppgötvun sem að ég hef gert í lengri tíma. Get hlustað á þær tvær plötur sem þeir hafa gefið út endalaust. Átti ekki von á því að þessi seinni plata hljómsveitarinnar myndi vera frábær en Guð minn góður hvað hún er skemmtileg. Maður verður bara glaður og fullur af orku við að hlusta á þetta. Langar mest til að sjá þetta band live.

Á þennan lista vantar t.d:
Interpol, Dogs Die In Hot Cars, Scissor Sisters, Brian Wilson, Death Cab For A Cutie, Clinic, Wilco (hitti einmitt söngvarann úr Wilco í DK í sumar), Erlend Øye (einn af meðlimum Kings Of Convenience sem gefur út sólóefni sem DJ), The Zutons, Nick Cave, !!!, Air, Arcade Fire og listinn gengur áfram og áfram.

Þetta var klikkað ár í tónlist og fáránlega góð gróska í gangi. Góð þannig að hún hentar mínum smekk vel.

Af öðrum listum:
Pitchfork eru nokkuð fyrirsjáanlega lista fyrir þá sem lesa síðuna þeirra að staðaldri en þó er magnað að sjá Jóhann Jóhannson í 37.sæti með plötuna sína Virðulegu forsetar. Gaman að sjá það.

Ein athugasemd á “Topp plötur árins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s