audioscrobbler

Held að Audioscrobbler sé með því sniðugra sem að ég hef séð lengi. Þetta er bara lítil viðbót við Itunes eða Winamp sem að sendir svo á netið hvað ég hef verið að hlusta á. Svo getur Audioscrobbler útfrá þessu bent mér á aðra sniðuga tónlist sem að ég gæti haft áhuga á.

Bíó fær plús kladdann enn og aftur fyrir að benda mér á þetta. Þetta er sniðugt apparat.

Notandinn minn er hérna. Staðan á honum er svolítið skondinn þar sem ég hef bara aðallega verið með einn playlista í gangi síðan ég setti þetta upp. Verður forvitnilegt að skoða þetta eftir einhverjar vikur og sjá þá munstrið. Þetta verður eflaust skrýtið samt því þegar ég fæ eitthvað lag á heilann er því nauðgað í nokkra daga stanslaust.

6 athugasemdir á “audioscrobbler

  1. sérstaklega þar sem þú virðist ekki hafa hlustað á eitt Magnetic Fields lag á þessu tímabili….það verður nú gaman fyrir þig að reyna að syngja með á tónleikunum!

  2. Til hamingju með afmælið Gummi. Góður Gummi. Ég minni á að bloggsíðan mín er að lifna við aftur.

Lokað er fyrir athugasemdir.