Síðustu dagar hafa valdið miklum tilfinningasveiflum hjá mér. Harði diskurinn þar sem allt mp3 safnið mitt er ákvað að deyja drottni sínum og ég þar með tónlistarlaus. Eina lagið sem ég átti allt í einu var Hagavagninn sem ég downloadaði af síðunni hans Guffa fyrir einhverju síðan og skellti á desktoppið.
Þrátt fyrir allt er diskurinn blessaður bara dáinn. Biosinn finnur hann ekki einu sinni. Búin að prufa að henda honum yfir á annan controller ásamt þúsund öðrum trixum og lausnum sem að allskonar nördar hafa bent manni á.
Sem betur fer á maður backup í Bogahlíðinni eða ca 90% af efninu og svo mun Itunes einfaldlega segja mér hvað vantar uppá þannig að þetta er ekki endaloks alheimsins en Guð blessi Ipodinn minn þar sem hann hefur bjargað nætursvefninum í staðinn fyrir Itunes.
Ég óska þess að þetta hendi ekki nokkurn mann, að tapa svona yndinu sínu sem tónlistin er.
arg en svekkjandi!
Þú veist að það er ekkert mál að restore-a af iPodinum…
Ég veit það já en það er bara dropi í hafið þessi ca 14gb sem detta þar inn.
OUCH!
Tja… í versta falli er þá að rippa þetta allt af diskunum aftur, right 😉 ?
Garðastrætið er opið karlinn minn…
Ég veit svooooo hvernig þér líður.
Ah, þarna átti að koma linkur á þessa færslu: http://www.eoe.is/gamalt/2004/03/01/18.27.05/
Hvað er málið með að leyfa ekki HTML í kommentum? MT blokkar út allt skaðlegt.