Eftir að ég fékk Ipoddinn minn að þá hefur Itrip apparatið alveg gert Ipod að betra tæki.
Itrip er lítill FM sendir sem settur tengdur er við Ipod og svo vel ég bara lausa FM tíðni og Ipod spilast á þeirri tíðni í næsta útvarpi. Þetta hentar sérstaklega vel í bílnum þar ég er ekki með geislaspilara í Lafðinni. Núna get ég tekið rúnt á Selfoss uppá gamanið vitandi það að ég get hlustað á heilu diskana og bara verið minn eigin plötusnúður á einfaldan hátt.
Þær tíðnir sem mér hefur þótt best að nota eru 88,0 og 91,2. Hallast að 91,2 frekar þar sem hún virðist ekki vera eins næm fyrir truflunum. Best væri auðvitað að finna tíðni í 100 skalanum sem hægt væri að nota því þar myndu bestu gæðin vera en ég hef hreinlega ekki nennt því.
Eina sem ég hef fundð að Itrip er að þetta étur rafhlöðuna töluvert en bílahleðslutæki ætti að tækla það og svo er Bústaðavegur bann svæði en ég fæ truflanir í hvert skipti sem ég keyri þar í gegn sem er bara ansi oft eða næstum á hverjum degi.
En samt er þetta ómissandi tæki finnst mér sem gerir Ipod að enn betra tæki. Myndin sýndir eldri týpuna, munurinn útlitslega séð er samt vart sjáanlegur.
það eru einhverjar leiðbeiningar á netinu hvaða tíðnir eru bestar fyrir þetta litla undraverðatæki.
Allavega, á leið til Selfoss ætti ekki að vera miklar truflanir !
eitt annað … eru netföngin á commentakerfinu þínu spam-varin? því ég hef alltaf verið að gefa upp „fake“ e-mailið mitt vegna hræðslu á spami!
Hvar er þetta apparat staðsett?
Heima hjá þér eða bara í næstu græju við hliðina á?
Ertu að hlusta á diska úr tölvunni þinni heiman frá þér í bílnum þínum???
ég er forvitinn 🙂
Hvernig er drægnin á þessum gaur?
Hversu mikið tekur hann af batteríinu?
Það var einmitt þetta batteríismál sem fældi mig frá þessu tæki þegar ég var í þessum innkaupum um daginn.
Ánægður með tækni blogg 🙂
Annars, hvar keyptirðu þetta? Er þetta til í Evrópu, eða verður maður að kaupa þetta í USA. Ég hef verið að spá í þessu lengi fyrir iPodinn minn.
Mér finnst ég sjá smávægilegan litamismun á skjánum eftir að hafa notað itrip’ið í nokkra tíma. Það er eins og segultruflanir í skjánum, sem sjást bara þegar backlightið er ekki í gangi. Svipað eins og að hafa segulstál nálægt farsímaskjá. Sést best ef maður hallar ipod’inum smávegis. Þetta byrjar við headphone plöggið og fade’ar síðan út frá því…. Gummi, þú hefur ekki fengið svona ?
Hmm, bara að taka með sér hleðslusnúruna í vinnuna =) Varðandi tíðnina, þá hef ég prófað 100,4 með ágætis árangri.
Ég var að nota 107,3. Það gekk ágætlega, var samt ekkert að reyna neitt mikið fleiri rásir.
Ég nota 101.5 og það virkar ágætlega. Bendi á:
http://www.lemonfridge.com/galleries/itrip/
ef menn vilja leggja mikið í sölurnar til að auka sendigetu þessa undratækis.