Itunes

Fyrst að ég á ekki Makka að þá kemur bara Makkinn til mín. Apple voru að gefa út Itunes snilldina fyrir Windows stýrikerfi. Það verður að teljast andskoti æðislegt. Hlakka til að prufa þetta. Get núna verið með allt MP3 safnið mitt á einum stað og fylgst með öllu í góðu glensi.

11 athugasemdir á “Itunes

 1. Bara svínvirkar alla leið, tekur mp3 safnið og býr til fallegan filestrúktúr út frá ID-merkjunum sem er fullkomlega eins og hann á að vera Artist/Album/nn – title.mp3 þar sem nn er númer lags á plötu.
  Mæli sérstaklega með Smart playlists, þeir eru snilld!

 2. Ég er búinn að henda (reyndar í nokkrum skömmtum) 8Gb með drag-and-drop inn í iTunes á XP-vél og það hefur ekki einu sinni hökkt hjá mér. Ekki tekist að krassa því heldur þó ég hafi reynt ýmislegt til þess. Gæti þetta tengst nýjustu færslunni þinni 😉 ?

 3. iTunes búið að krassa 2svar við að henda inn 32GB af safninu mínu (og þó ekki búinn að rippa alla diskana!)

  Prufa skammtafræðina á þetta… og ég er ekki seint á fótum heldur snemma!

 4. iTunes er að hrynja hægri vinstri, ræður illa við að draga inn mörg lög sem eru enkóðuð sitt á hvað. Ég nenni ekki að nota þetta svona. Skítvirkar í Mac OS X. Asnalegt að það virki svo ekki jafn vel í Windows… ojj.

  Ég gefst upp á iTunes í Windows, held mig við iTunes í Mac OS X

 5. Egill, ekki skrítið að þetta virki á MacOS 😉 Þetta er nú einu sinni fyrsta útgáfa fyrir Windows.
  Ég er búinn að ná að krassa iTunes einu sinni með því að missa netsamband við annað library.
  Búinn að reyna að importa og breyta Id-merkjum á hundruðum skráa í einu og hefur ekki komið eitt einasta krass út úr því.
  Þetta er væntanlega eins og með XP… rokkstabílt á sumum vélum en öðrum ekki. Hef aldrei fenggið almenningar útskýringar á hegðun Windows og efast um að ég fái þær nokkurn tíma 😉

 6. Jæja, loksins búinn að fá safnið mitt inn. Þurfti að drag & droppa allt dótið inn í smá skömmtum. Nú er bara að sjá alla flottu hlutina sem þetta forrit á að geta gert.

 7. Tryggvi, eins skotinn og ég er í iTunes á makkanum mínum, þá finnst mér hræðilegt að þeir hafi sent þetta frá sér.

  Ég bíð eftir að liðið sem hatar makka smjatti á þessu og noti þetta sem eitthvað púður.

  Þetta gefur nefnilega svo ranga og ósanngjarna mynd af iTunes (og þá Apple í leiðinni).

 8. Egill, ég er búinn að setja þetta núna upp á 2 vélum og vinnufélagi minn setti þetta upp á sinni vél og þetta er rokkstabílt. Kannski er það bara heppni en fyrir mína parta get ég ekki kvartað undan neinni virkni. Væntanlega er ekki hægt að alhæfa neitt út frá nokkrum uppsetningum.
  Ég sakna hins vegar viðbótanna sem er hægt að fá fyrir MacOS útgáfuna og svo auðvitað AppleScript, en það er nú ekki hægt að selja hlöðuna 😉

 9. Tja iTunes er að virka alveg ef ég dreg inn möppu í einu eða svo. Mínus vegna vöntunar á .ogg stuðningi!

  Hins vegar þá virðist iTunes ekki hlusta á WM_PAINT (MFC forritarar kannast við þetta), oft þegar ég skipti af öðru forriti á iTunes þá er eins og lögin á skjánum hafi skrifað ofan í hvort annað og ég þarf að skrolla upp og niður eða ýta á pause og svo play aftur til að glugginn teiknist rétt upp.

Lokað er fyrir athugasemdir.