Linux

Hef aðeins verið að pæla í að setja upp Linux á heimavélina mína og reyna að nota það eingöngu í staðin fyrir Windows XP Pro sem ég nota núna.

Það ætti ekki að vera neitt mál þar sem ég spila enga leiki á PC lengur og öll forrit sem ég þarf eru til á Linux. Það væri held ég merkilega gaman að prufa að breyta yfir, maður sem er gjörsamlega reynslulaus þegar kemur að Linux. Prufaði SUSE fyrir mörgum árum en hætti strax að nota það þar sem Linux var ekki á því að finna 56k winmodemið mitt. Þar sem ég komst ekki á netið var ég lítið að spá í því að nota það og eyddi því út.

Núna er ég að spá í setja upp eitthvað distro og skrifa á netið hvernig það er fyrir Microsoft manninn að fara alveg yfir í Linux umhverfi. Eina sem mig vantar að vita er hvaða forrit sé best að nota. Nokkrar spurningar sem ég hef verið að spá í er t.d.

Get ég notað einhvern client sem virkar á MSN?

Hvað er besta FTP forritið? (vil gluggaumhverfi, ekki neitt console dót)?

Hvaða distró er eiginlega best að nota? (redhat, mandrake,suse eða hvað?)

Hvað er besta brennara forritið? (bin/cue, vcd, mp3 og data)

Hvað er besta ftp server forritið?

9 athugasemdir á “Linux

 1. Ég nota Redhat 9 og er ánægður með það, búinn að nota það síðan í útgáfu 7 og það verður sífellt betra.

  Gaim nota ég fyrir msn en ekki er víst að hægt verði að nota það mikið lengur vegna breytinga hjá microsoft. Konqueror er fínt í ftp, það er hliðstætt windows explorer. Brennaraforrit: Gtoast er ágætt en oft er best að nota bara cdrecord skipunina í console. Veit ekki með ftp server.

  Ég er enginn sérfræðingur en þér er velkomið að senda mér póst ef þig vantar einhver hint.

 2. Þú þarft nú ekkert að leita langt yfir skammt Gummi minn… ég skal leiða þig í allan sannleika um Linux.

 3. Ég hef hingað til notað RedHat en það er að stórum hluta vani og ekkert annað, margt annað til í þessum frambærilegt eins og t.d. Debian. FTP serverinn sem fylgir RedHat (wu-ftpd) er ágætur til síns brúks en allir alvöru menn eru náttúrulega komnir yfir í dulritað FTP og nota OpenSSH pakkann til þess.

 4. Tryggvi, RedHat er núna farnir að nota vsftp sem er miklu betri kostur en WU.

  Persónulega er ég að nota pureftpd, sem er tóm snilld.

 5. Sko windows notandinn ég vill lítið vera að nota terminal. Gluggaumhverfið er málið… á meðan ég kemst upp með það. Að skipta yfir á að vera painless, svo er allaveganna sagt þegar distróin sum þegar þau eru að auglýsa sig. Að ég, Windows notandinn eigi að geta fundið flest ef ekki allt á Linux sem að ég get í Windows.

  Ég skyldi terminal nokkurn veginn eftir þegar ég skipti úr Dos 6.22 í Win95. Nota bara console til að gera ipconfig, ping og tracert og þannig dót. Annars er það bara gluggaumhverfið.

  Vil því að hugbúnaðurinn sé notendavænn og í gluggaumhverfi.

 6. Ah Takk Egill, ég var ekki búinn að taka eftir breytingunum hjá RedHat, verð að viðurkenna að ég er ekki með RH 9 nema á ferðavélinni og hún er dual-boot og eyðir talsverðum tíma í Windows. Flestar vélar t.d. í vinnunni hjá mér eru ennþá 7.x af ,,sögulegum“ ástæðum (lesist: forritarar!!!). Ég er líka eiginlega alveg hættur að FTP-ast, af öryggisástæðum auðvitað 🙂

  Gummi minn, ef þú vilt notendavænt gluggaumhverfi með *nix fídusunum þá er Linux ekki málið fyrir þig. Mæli miklu frekar með MacOS X sem ég er alltaf að verða hrifnari og hrifnari af fyrir einmitt þetta að vera algerlega í tveimur lögum: eitt lag sem er hardcore CLI og svo ,,sæt“ notendavæn skel ofan á. Ég hef allavega ekki fundið jafn góða útfærslu á Linux á gluggaumhverfi . Verst að það keyrir bara á harla dularfullum RISC örgjörvum 😉

 7. Tryggvi:

  ég er kannski að ýkja máli mitt fullmikið. Ég skal alveg fara í terminal ef þess þarf, bara á þessum tímum finnst manni ekki eiga að þurfa þess.

  Ég lít á mig sem nokkuð tölvuklárann og með góðan fattara þannig að ég klóra mig fram úr þessu með því að nota HOWTO og spyrja egil 🙂

 8. Þessum tímum? Hvað meinaru eiginlega? Núna þegar Microsoft er að selja manni Windows 2003 út á það að nú sé komið command línu viðmót á ALLAR administration functionir? Allavega talar Valgeir(.com) ekki um annað þessa dagana…
  Back to the basics segi ég nú bara 🙂 Lifi byltingin!

 9. Ég hef séð eina eða tvær greinar um að fyrrum Windows-menn séu hrifnir af einhverju Linux-dóti sem heitir Xandros, en annars verður gaman að sjá harðan Windows-kall eins og þig skipta yfir í huliðsheima forritara og yfirnörda.

Lokað er fyrir athugasemdir.