Thunderbird

Skipti út Outlook um daginn og setti upp Mozilla Thunderbird í staðin. Það gengur bara mjög vel og ekkert vont um það að segja.

Nýjasta útgáfan sem er release 0,2 er aðeins betri en 0,1 verð ég að segja við fyrstu sýn. Þó var helvítis bras að ná í útgáfu sem virkaði. Fékk alltaf CRC error þegar ég keyrði þetta upp og þurfti að finna einhvern mirror í Danmörku. Gekk þó upp að lokum og allt virkaði vel.

Thunderbird er hraðari en Outlook og ekki eins seinn og asnalegur. Reglur og annað svínvirkar en lítið annað sem ég hef um forritið að segja svona eftir stutta notkun. Sé þó ekkert eftir að hafa skipt.

3 athugasemdir á “Thunderbird

  1. Þetta er nú einfalt Gummi minn þú setur auðvitað upp hjá þér LOTUS NOTES

    það er það eina sem virkar

  2. En sko, mér finnst miklu meira gaman í því að tala ekkert um svona tölvudót og segja okkur meira frá tilhugalífinu… þetta er orðið eins og ágætis Beðmálaþáttur á þessum vef, spennandi og safaríkt.

  3. Hvernig væri Vedder ef þú myndir bara setja eitthvað inná þinn eigin vef í stað þess að væla hérna endalaust. 🙂

    Boxið er alltaf til í að hitta þig.

Lokað er fyrir athugasemdir.