Emu

Núna eru bara allir að Xbox væðast. Allt gærkvöldið fór í það að redda Xboxinu hans Árna og hans Óla bróður.

Ég er þessa dagana alveg að tapa mér í að spila eldgamla tölvuleiki. Maður fer svona í fimm mínutur í gamlan leik og manni líður bara fantavel. Minnir mann vissulega á að ég átti aldrei Nintendo tölvu og minningarnar um allan þann tíma sem maður eyddi á Eyjabakka hjá Helga Davíð við að spila tölvuleiki í Nintendo tölvunni hans. Snilldin ein.

Vinna síðustu daga hefur farið í það að aðstoða fólk við að losna við vírusa og hvar það skuli fá sér eldvegg. Merkilegt hvað fjölmiðlar hafa mikil áhrif. Gamall maður kemur til mín. Hann er með ISDN tengingu og hann hafði keypt eldvegg hjá EJS. Ekki eitthvað forrit heldur alvöru fyrirtækja eldvegg á tugi þúsunda og sölumönnum EJS datt ekki til hugar að spyrja blessaðann manninn hvað hann hafði í huga heldur bara straujuðu kortið. Ég talaði við EJS og lét þá taka við þessu til baka og sagði honum að ná í Zonealarm, það kostaði ekki neitt. Hann var gífurlega þakklátur blessaður maðurinn.

3 athugasemdir á “Emu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s