Matrix Reloaded …. eitthvað mis

Sko.. þetta sem ég var að skrifa um Matrix Reloaded.

Ég var búinn að búa til svo mikið hype í hausnum á mér um þessa mynd og svo þegar kom að því að sjá gripinn var þetta bara vonbrigði á vonbrigði ofan.

Voru t.d. ekki að nota flottasta hlutinn sem er bullet time brellan nógu vel og mikið. Þegar þeir notuðu hana fór myndavélin ekki einu sinni í hring eins og í gömlu myndinni nema bara smá. Þó var virkilega flott þegar að trukkarnir tveir skullu á hvorn annan.

Tónlistin var krapi og það sem verra er að samtölin voru stirbusaleg og skrýtin. Það var einkennilegt að hlusta á þau tala.

Auðvitað voru inná milli atriði sem voru flott og féllu vel inní og ég var alveg hrifinn af sumu sem þarna var að gerast eins og t.d bardagaatriðin og svona en þó fór í pirrurnar á mér þegar að Neo var að berjast við alla Agent Smith gauranna og þá var þetta bara hálf tölvugert og skrýtið allt saman. Það var eins og að brellugaurarnir hefðu verið að flýta sér um of til að gera myndina en ekki að vanda sig sem mest þeir máttu. WETA sem gera Lord of the Rings brellurnar og ILM sem gera næstum allt annað sem skiptir máli hefðu gert þetta miklu miklu betur en þeir hafa þó Matrix 3 til að sanna hvað þeir geta.

8 athugasemdir á “Matrix Reloaded …. eitthvað mis

  1. Ég er alveg sammála, mér fannst þessi mynd bara ekkert sérstök. Dans-kynlífsatriðið var alltof langt og svo voru þessi bardaga atriði ekkert að gera sig. Svo þegar átti að fara yfir einhverjar útskýringar á Matrixinu þá hlupu þeir svo hratt yfir það að maður verður að sjá myndina aftur til að skilja allt sem kom fram.

  2. Það mætti halda að GúmmíJóh væri í einhverju persónulegu áróðursstríði milli Matrix og Star Wars.. Ég verð að segja að mér finnst Matrix fínasta skemmtun… get ekki sagt að mér finnist bardagaatriðin í þessar mynd eitthvað meira þreytandi en skoteltingaleikur í loftsteinaskýi í Starwars..

    Gummi fannst þér söguþráðurinn í The Matrix ófrumlegur?

  3. Davíð:

    Alls ekkert stríð hér í gangi. Er bara að bera saman í hausnum á mér. Þetta snýst ekki um neinn meting eða neitt heldur bara að bera saman scifi ævintýramynd við aðra scifi ævintýramynd. Ósköp einfalt.

    Matrix var virkilega góð mynd en Matrix Reloaded var einfaldlega vonbrigði miðað við fyrri myndinaen þó góð mynd sem slík. Bara fölnar finnst mér miðað við fyrri myndina. Bara mín skoðun, einfalt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s