Mission Impossible 2

Fékk MI:2 á DVD í gær hjá honum Guðjóni. Var aldrei búinn að sjá myndina þannig að þetta var kærkomið að fá myndina hjá Guðjóni. Myndin er pjúra-snilld. John Woo er eins og ég hef alltaf haldið fram mesti snilingur í heimi að búa til hasar. Myndir eins og Killer, Hard Boiled, Better Tomorrow og fleiri snilldir sýna það og sanna. Tom Cruise leikur áhættuatriðin sjálfur í þessari mynd sem gefur myndinni líka aðeins annað yfirbragð því núna sér maður í andlitið á hetjunni í stað þess að sjá þær venjulega á hlið eða aftan frá því ekki má sýna okkur andlitið á einhverjum fýr sem er bara áhættuleikari. En allaveganna ég átti ekki orð yfir snilldaratriðunum í þessari mynd, t.d. þegar hann Tom sprengir gat á vegg og stekkur svo bara út og er þá á 42.hæð en það var allt í lagi því hann er með fallhlíf, svo eru það öll spörkin og endalausu flottu tökurnar í myndinni. En allaveganna, góð mynd sem er snilli.
Ef það er búið að loka á Skrattann að þá er eitthvað að RHI. Hvað eiga grunlausir háskólanemar að gera þegar þeir mega ekki nota orðbragðið sem Skrattinn hefur notað? Þeir geta ekkert gert því um leið og þeir skrá sig í Háskóla Íslands að þá gilda stjórnarskrárréttindin þeirra ekki. Þannig er nú það.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s